Skip to main content

Viðburðir

Hugvísindaþing á netinu 18. og 19. september

18.09.2020 - 13:00 to 19.09.2020 - 17:00
Hugvísindaþing 2020
Hugvísindaþing 2020

ÓVENJULEGT ÞING

Vegna kórónufaraldurs og samkomutakmarkana verður Hugvísindaþing 2020 haldið á netinu.
Boðið verður upp á málstofur sem birtar verða á Facebook og vistaðar á YouTube-rás Hugvísindasviðs að þingi loknu.
Gestir þingsins geta sent fyrirlesurum skriflegar spurningar og athugasemdir meðan á málstofu stendur og í nokkra stund að henni lokinni.
Fyrstu málstofurnar hefjast kl. 13 föstudaginn 18. september. Haldið verður áfram á laugardeginum.
Dagskrá er á síðu Hugvísindastofnunar og við hverja málstofu er nú að finna tengil á viðburð á Facebook þar sem málstofan verður birt.

2020-09-18T13:00:00 - 2020-09-19T17:00:00
Skrá í dagbók
-