Skip to main content

Viðburðir

Iceland Airwaves í Eddu

Allir eru velkomnir á tónleika í Eddu 7. og 8. nóvember milli 16 og 18. 

Fyrri daginn stígur Arnljótur Sigurðsson á stokk með blöndu af tónlist, dansi og uppistandi.

Síðari daginn keyrir DJ martaðfrétta stemninguna í gang. Listakonan Róshildur tekur svo við kl. 16.30 og syngur og spilar fjörugt framúrstefnupopp.

Tónleikarnir eru hluti af „Off-Venue“ dagskrá Iceland Airwaves og er aðgangur ókeypis.

Handritasýningin Heimur í orðum verður opin til kl. 18 en hún er skammt frá tónleikarýminu.

Nánar um tónleikana á vefsíðu Iceland Airwaves.

Viðburður á Facebook

 

2025-11-07T16:00:00 - 2025-11-08T18:00:00