Skip to main content

Viðburðir

Íðorð í prjóni

18.01.2020 - 12:00 to 18.01.2020 - 13:30

Þjóðminjasafnið
102 Reykjavík
Ísland

Garn
Garn

Íðorðanefnd í hannyrðum hefur starfað innan Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum síðastliðin fimm ár. Nýlega var birt íðorðasafn fyrir prjón á netinu undir vefslóðinni idord.arnastofnun.is. Markmiðið með íðorðasafninu er að samræma orðanotkun innan fagsins, bæði hjá áhuga- og fagfólki, m.a. vegna útgáfu á bókum, uppskriftum og birtingar á netinu. Í kynningunni verður farið yfir innihald og notkun íðorðasafnsins, s.s. uppsetningu, orðflokka, skilgreiningar og skýringar.

Nefndaraðilar sem standa að kynningunni eru Ásdís Jóelsdóttir, Guðrún Hannele Henttinen og Herborg Sigtryggsdóttir.

Aðgangur er ókeypis.

2020-01-18T12:00:00 - 2020-01-18T13:30:00
Skrá í dagbók
-