Skip to main content

Viðburðir

Íslenskur tónlistararfur

6.–7. desember
2007
kl. 13–17

Málstofa um íslenskan tónlistararf
Árnagarði, v/Suðurgötu
6.-7. desember 

Dagana 6. og 7. desember næstkomandi gengst Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir málstofu um íslenskan tónlistararf. Markmið hennar er að leiða saman fræðimenn og flytjendur sem fengist hafa við rannsóknir og miðlun á íslenskum tónlistararfi, bæði þeim sem finnst í handritum og í hljóðritum. Áhugi á þessum arfi hefur aukist mjög á undanförnum árum og því má segja að nú séu loksins forsendur fyrir öflugum skoðanaskiptum um sögu hans, áhrif í gegnum tíðina og gildi fyrir okkur sem nú lifum.

Málstofan fer fram í húsakynnum stofnunarinnar í Árnagarði og hefst kl. 13 á Nikulásmessu, 6. desember.
 

2007-12-06T13:00:00 - 2007-12-07T17:00:00