Skip to main content

Viðburðir

Málstofa. Daniel Sävborg: ,,Tradition och egenart i den efterklassiska sagalitteraturen"

26. október
2007
kl. 15–16.30

Málstofa Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Neshaga 16, 107 R.
26. október, kl. 15:00


Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur fyrir málstofu föstudaginn 26. október.  Daniel Sävborg mun flytja erindið ,,Tradition och egenart i den efterklassiska sagalitteraturen".

Rannsóknarverkefnið er helgað íslenskum bókmenntum á tímabilinu 1300–1500, og mun í fyrstu beinast að hinum svokölluðu eftirklassísku Íslendingasögum. Verk eins og t.d. Kjalnesinga saga, Víglundar saga, Þorskfirðinga saga, Kumlbúa þáttur og Bárðar saga voru lengi vel ekki tekin með í rannsóknir á sögunum og þegar athyglin loks beindist að þeim voru þau dæmd úrkynjuð og óekta. Í erindinu mun ég fjalla um tengsl þessara sagna bæði við hinar klassísku kanóníseruðu Íslendingasögur og við fornbókmenntirnar í heild, þar með taldar þýðingar á norrænt mál. Meðal annars mun ég rannsaka stíl, byggingu og dæmigerð sagnaminni. Reynt verður að skilgreina sérstaklega hvernig yfirnáttúruleg minni birtast í sögunum. Markmiðið er að reyna að komast að niðurstöðu um það hvort, hvernig og – ef svo er – hvers vegna þær sögur sem skilgreindar hafa verið sem eftirklassískar greina sig frá hinum „kanónísku“, hvort þær hafi yfirleitt sameiginleg einkenni sem sagnaflokkur og í hverju hugsanleg (jákvæð) sérstaða þeirra sé fólgin.

Erindið er haldið í fundarsal stofnunarinnar að Neshaga 16 og hefst klukkan 15:00.

2007-10-26T15:00:00 - 2007-10-26T16:30:00