Skip to main content

Viðburðir

Málstofa: Terry Gunnell

13. maí
2016
kl. 15.30–17
Árnagarður

Málstofa: Terry Gunnell
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
13. maí kl. 15:30
Árnagarði við Suðurgötu, stofa 201

 

Fyrirlesari í fimmtu og síðustu málstofu á vormisseri er Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Erindið kallast Sagnagrunnur, Sigurður Guðmundsson, og þjóðsagnasöfn á Íslandi: Þrír nýir þjóðfræðigagnagrunnar unnir í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem tengjast sköpun þjóðmenningar á Íslandi.

 

Útdráttur höfundar:

Í fyrirlestrinum verður fyrst og fremst sagt frá bakgrunni, tilurð og þróun íslensks Sagnagrunns sem er kortlagður gagnagrunnur unninn af nemendum í Þjóðfræði í Háskóla Íslands 1999-2016, og inniheldur upplýsingar um c. 11,000 þjóðsagnir á prenti. Um þessar mundir er verið að þróa grunninn í tengslum við annað RANNÍS verkefni um þjóðsagnasöfnun Jóns Árnasonar, sem stýrt er af Rósu Þorsteinsdóttur, þannig að notendur koma til með að geta fundið og staðsett sagnir auk þess að fylgjast með söfnun og skráningu þeirra. Um leið verður kynnt annað nátengt verkefni sem einnig er stutt af RANNÍS og tengist líka menningarsköpun á 19. öld, þ.e.a.s. veftengdur og nýopnaður gagnagrunnur um Sigurð Guðmundsson málara og svokallað Kveldfélagið. Auk þess að vera drifkraftur á bak við íslenska þjóðbúninga, leiklist, fornleifafræði, Þjóðminjasafn og endurskipulagningu borgarinnar var Sigurður líka einn aðalheimildamaður Jóns Árnasonar. 

 

2016-05-13T15:30:00 - 2016-05-13T17:00:00