Skip to main content

Viðburðir

Málþing. Flateyjarbók: forn og ný

10.02.2023 - 13:00 to 10.02.2023 - 17:00

Veröld – hús Vigdísar,
Reykjavík,
Ísland

Flateyjarbók saumuð
Flateyjarbók saumuð

Undanfarin ár hefur staðið yfir viðgerð á stærsta miðaldahandriti Íslendinga, Flateyjarbók. Verkefnið hlaut sérstakan styrk frá ríkisstjórn Íslands, því hefur miðað vel og nú er stutt í að handritið klæðist sinni nýju kápu, sem eru ný leðurklædd tréspjöld, en það er síðasti áfanginn í þessu mikla forvörsluverkefni.

Af þessu tilefni gengst Árnastofnun fyrir málþingi um Flateyjarbók föstudaginn 10. febrúar í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar. Þar mun forvörður stofnunarinnar, Vasarė Rastonis, fjalla um viðgerðarferlið en einnig verða flutt erindi um sögu handritsins, efnahagslegar forsendur fyrir gerð þess á sínum tíma og það efni sem til þurfti, bókfell, blek og litarefni. Málþingið hefst kl. 13 og er öllum opið meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá

13.00–13.15   Svanhildur Óskarsdóttir handritafræðingur: Til móts við Flateyjarbók
13.15–13.45   Johnny Finnssøn Lindholm orðabókarritstjóri: "The noblest treasure of northern literature". A Tour Through the History of Flateyjarbók in Denmark
13.45–14.15   Vasarė Rastonis forvörður: Flateyjarbók at present
14.15–14.45   Ketill Guðfinnsson trésmiður: Um þátt trételgju af Hornströndum í viðgerð Flateyjarbókar

14.45–15.15   Kaffihlé

15.15–15.45   Jiři Vnouček forvörður: The parchment of Flateyjarbók
15.45–16.15   Lea Pokorny doktorsnemi: The world of colours in Flateyjarbók
16.15–16.45   Daði Már Kristófersson hagfræðingur: Flateyjarbók sem menningarfjárfesting
16.45–17.00   Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar: Lokaorð

Boðið verður upp á léttar veitingar í lok dagskrár.

 

 

 

Ljósm.: SSJ
2023-02-10T13:00:00 - 2023-02-10T17:00:00
Skrá í dagbók
-