Skip to main content

Viðburðir

Málþing í Kakalaskála: Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn

25. ágúst
2018
kl. 14–16

Laugardaginn 25. ágúst verður haldið málþing í Kakalaskála í samstarfi við Háskóla Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Málþingið ber yfirskriftina „Ófriðarseggir, hetjur og fróðleiksmenn“. Dagskráin er fjölbreytt og í erindum er fjallað um Þórðar sögu kakala, ófriðaröld Sturlunga, íslenskan hetjuskap og þjóðsagnasöfnun.

Dagskráin hefst kl. 14 og er sem hér segir:

Sverrir Jakobsson, sagnfræðingur. Sjónarhorn í Þórðar sögu kakala.
Viðar Pálsson, sagnfræðingur. Ófriðaröld Sturlunga.
Kaffihlé.
Kristján Jóhann Jónsson, bókmenntafræðingur. Íslenskur hetjuskapur og hugrekki.
Rósa Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur. „Þetta rusl sem ég sendi þér núna.“ Þjóðsagnasafnarinn séra Páll Jónsson í Hvammi.

Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur stjórnar málþinginu og eru allir velkomnir í Kakalaskála. Aðgangur ókeypis.

2018-08-25T14:00:00 - 2018-08-25T16:00:00