Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá Öskjugosinu efnir Félag íslenskra fræða, í samstarfi við Árnastofnun, til málþings um áhrif gossins á íslenskt þjóðfélag og menningu. Viðburðurinn fer fram í fyrirlestrasal Eddu föstudaginn 28. mars kl. 15, en gosið hófst einmitt þann dag árið 1875.
Dagskrá þingsins er eftirfarandi:
Elsa Guðný Björgvinsdóttir: „Yfir hrundi askan dimm“. Upplifun fólks af öskufallinu 1875
Katelin Marit Parsons: Handrit á hrakhólum. Öskjugos, vesturferðir og austfirsk handritamenning
Atli Antonsson: Eldfjallið, Íslendingurinn og heimurinn. Um eldgos í ljóðum frá síðari hluta nítjándu aldar
2025-03-28T15:00:00 - 2025-03-28T17:00:00