Skip to main content

Viðburðir

NoDaLiDa norræn máltækniráðstefna

31.05.2021 - 09:00 to 02.06.2021 - 17:00
Fánar
Fánar

NoDaLiDa er norræn máltækniráðstefna. Ráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1977 og er nú haldin í 23. skiptið. Ákveðið hafði verið að halda ráðstefnuna í Reykjavík þetta árið í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, en vegna COVID-faraldursins fer ráðstefnan alfarið fram á netinu að þessu sinni. Hún stendur yfir frá 31. maí til 2. júní 2021.

Á ráðstefnunni kynna vísindamenn, flestir frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum, niðurstöður sínar í rannsóknum í máltækni og skyldum sviðum. Á milli 50 og 60 rannsóknargreinar verða kynntar á tveimur dögum, en auk þess verða þrjár málstofur haldnar þar sem fjallað er um afmarkað efni.

Skráning á ráðstefnuna er hér.

2021-05-31T09:00:00 - 2021-06-02T17:00:00
Skrá í dagbók
-