Skip to main content

Viðburðir

NoDaLiDa norræn máltækniráðstefna

31. maí–2. júní
2021
kl. 09–17

NoDaLiDa er norræn máltækniráðstefna. Ráðstefnan hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1977 og er nú haldin í 23. skiptið. Ákveðið hafði verið að halda ráðstefnuna í Reykjavík þetta árið í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík, en vegna COVID-faraldursins fer ráðstefnan alfarið fram á netinu að þessu sinni. Hún stendur yfir frá 31. maí til 2. júní 2021.

Á ráðstefnunni kynna vísindamenn, flestir frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum, niðurstöður sínar í rannsóknum í máltækni og skyldum sviðum. Á milli 50 og 60 rannsóknargreinar verða kynntar á tveimur dögum, en auk þess verða þrjár málstofur haldnar þar sem fjallað er um afmarkað efni.

Skráning á ráðstefnuna er hér.

2021-05-31T09:00:00 - 2021-06-02T17:00:00