Skip to main content

Viðburðir

Opið hús sumardaginn fyrsta

20. apríl
2023
kl. 10–16

Árnastofnun,
Arngrímsgata 5,
Reykjavík,
Ísland

Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands, sem fram að þessu hefur verið kallað Hús íslenskunnar, verður vígt 19. apríl og nafn hússins afhjúpað. Daginn eftir, 20. apríl, verður húsið opnað almenningi. Þá geta gestir skoðað húsnæðið áður en flutt er inn í það og starfsemi hefst. Fjölbreytt dagskrá verður í húsinu þennan dag og allir eru velkomnir. Húsið verður opið frá 10–16.

Húsnæðið mun hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands og verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum. Þar verða jafnframt varðveitt frumgögn um íslenska menningu, þ.e. handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn.

Í byggingunni eru ýmis sérhönnuð rými, svo sem fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum, vinnustofur kennara og fræðimanna, lesaðstaða fyrir nemendur, fyrirlestra- og kennslusalir og bókasafn með lesaðstöðu.

 

Dagskrá 
 

Í boði allan daginn

  • Kvæðamaður skýtur upp kollinum víða um húsið. 
  • Leiðsögn um aðra hæð hússins.
  • Myndlistarsýning: Hvernig blasa íslensku þjóðsögurnar við nemendum í íslensku sem öðru máli? 
  • [ˈl̥jouðrɪtʏnar̥stɔːva]: Íslenskunemar hljóðrita nafnið þitt. 
  • Klikk-klikk-klikk-klikk-ding! Pantaðu ljóð hjá ritlistarnemum. 
  • Kjóstu mesta skúrkinn í íslenskum bókmenntum. 
  • Veldu skrýtnasta íslenska orðið. 
  • Hýryrði 2023. 
  • Talaðu við tækið: Miðeind kynnir nýja gervigreindarlausn á íslensku. 

 

Í bókasafni 

  • 10.15 Kvæðabarnafjelag Laufásborgar kveður rímur. 
  • 14.00 Jakob Birgisson uppistandari tekur tunguna í gegn. 
  • 15.00 Una Torfadóttir tónlistarkona treður upp í bókasafni hússins. 

 

Í fyrirlestrasal

  • 10.00 Upp úr holu íslenskra fræða: Stutt myndbönd um byggingu hússins. 
  • 11.00 Arndís Þórarinsdóttir les fyrir börn og fullorðna úr bók sinni Bál tímans: Örlagasaga Möðruvallabókar í sjö hundruð ár. 
  • 12.00 Málstofa: Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson og Arndís Þórarinsdóttir 
    • Málstofustjórn: Margrét Eggertsdóttir 
  • 13.00 Hvað er á seyði í Árnastofnun? Fræðimenn segja frá rannsóknum sínum. 
    • Málstofustjórn: Guðvarður Már Gunnlaugsson 
  • 14.00 Hvað er á seyði í íslenskunni? Fræðimenn við Háskóla Íslands segja frá rannsóknum sínum. 
    • Málstofustjórn: Ásta Kristín Benediktsdóttir og Brynja Þorgeirsdóttir 
  • 15.00 Upplestur: Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Brynja Hjálmsdóttir, Brynjólfur Þorsteinsson og Dagur Hjartarson lesa upp úr verkum sínum. 
    • Kynnir: Huldar Breiðfjörð 

 

 

Mynd: Brandenburg
2023-04-20T10:00:00 - 2023-04-20T16:00:00