Skip to main content

Viðburðir

Opnun nýrrar vefsíðu Árnastofnunar

22. mars
2019
kl. 15–16

Árnagarði við Suðurgötu - stofa 201
Reykjavík
Ísland

Nýr vefur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður opnaður með stuttri kynningu á nýjungum í þjónustunni í stofu 201 í Árnagarði. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Á vefnum er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um rannsóknir, útgáfur, gögn og starfsemi stofnunarinnar. Þó stofnunin sé fyrst og fremst rannsóknarstofnun á sviði íslenskra fræða veitir hún umtalsverða þjónustu sem verður enn aðgengilegri með nýjum vef.

Allir sem nota íslensku í störfum sínum og námi eru hvattir til að mæta á kynninguna sem verður snörp en mun gefa fjölbreytilegar og gagnlegar upplýsingar.

Vefur Árnastofnunar
Ný vefsíða Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Mynd: Sigurður Stefán Jónsson

 

2019-03-22T15:00:00 - 2019-03-22T16:00:00