Skip to main content

Viðburðir

Opnun Orðabókar Blöndals

19.02.2021 - 17:00 to 19.02.2021 - 18:00

Landsbókasafn Íslands − Háskólabókasafn,
107 Reykjavík
Ísland

Sigfús Blöndal og samstarfsmenn hans árið 1918
Sigfús Blöndal og samstarfsmenn hans árið 1918

Íslensk-dönsk orðabók eftir Sigfús Blöndal varð hundrað ára árið 2020. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að gera orðabókina aðgengilega á vefnum. Prentaða orðabókin er yfir þúsund blaðsíður og í nýju rafrænu útgáfunni er allur texti bókarinnar gerður leitarbær. Af þessu tilefni var heimasíða Orðabókar Blöndals opnuð formlega 19. febrúar. Flutt voru stutt erindi og verður hægt að nálgast upptöku af viðburðinum á heimasíðu Árnastofnunar innan skamms.


 

2021-02-19T17:00:00 - 2021-02-19T18:00:00
Skrá í dagbók
-