Skip to main content

Viðburðir

Orðabókarráðstefna á Akureyri

22.–26. maí
2007
kl. 09–17

NFL - Norrænt félag um orðabókafræði heldur 9. norrænu orðabókaráðstefnuna á Akureyri 22.- 26. maí 2007 í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Norsk språkråd. 

Ráðstefnur þessar eru haldnar annað hvert ár og er þetta í annað sinn sem Íslendingar eru gestgjafar; í fyrra skiptið var ráðstefnan haldin í Reykjavík árið 1995. Ráðstefnurnar eru vettvangur fyrir orðabókafólk á Norðurlöndunum til að kynna viðfangsefni sín og fræðast um orðabókaverkefni í nágrannalöndunum. Fyrirlestrarnir eru síðar gefnir út í ráðstefnuriti í flokknum Nordiske studier i leksikografi. 

Að þessu sinni verða haldin um 40 erindi á ráðstefnunni og dagskráin er fjölbreytt. Þarna gefst orðabókafólki gott tækifæri til að koma rannsóknum sínum á framfæri og sjálfsagt fyrir íslenskt áhugafólk um orðabækur að nýta sér að ráðstefnan er haldin hérlendis að þessu sinni. 

Dagskrá ráðstefnunnar (pdf, 256k)

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna gefur Halldóra Jónsdóttir (halldora@lexis.hi.is) og upplýsingar um félagið er að finna á heimasíðu þess: http://www.nordisk-sprakrad.no/nfl.htm.


Formaður norræna orðabókafélagsins, NFL, er Daninn Lars Trap-Jensen og með honum í stjórn sitja Carsten Hansen frá Danmörku, Kristina Nikula frá Finnlandi, Dagfinn Worren frá Noregi og Birgit Eaker frá Svíþjóð ásamt Halldóru Jónsdóttur frá Íslandi.

2007-05-22T09:00:00 - 2007-05-26T17:00:00