Skip to main content

Viðburðir

Orðalagslíkindi og aldur Eddukvæða

12. maí
2018
kl. 13

Fræðsluerindi á vegum Máls og sögu,  var haldið laugardaginn 12. maí 2018, í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. 

Haukur Þorgeirsson, rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytur erindi sem ber yfirskriftina: 

Orðalagslíkindi og aldur Eddukvæða

Aldur Eddukvæða hefur verið þrætuepli fræðimanna öldum saman og ýmsum röksemdum hefur verið beitt. Eitt sem litið hefur verið til eru tilfelli þar sem sama orðalag kemur fyrir í fleiri en einu kvæði og er það oft túlkað svo að eitt kvæði hafi fengið að láni frá öðru. Annað kvæðið er þá talið lánveitandinn og þar með eldra. Hitt kemur þó einnig til greina að sama orðalag hafi komið fyrir í fleiri kvæðum sem nú eru glötuð og að líta megi á það sem formúlu eða almenningseign. Þess mætti geta til að kvæði sem ort eru á svipuðum tíma deili gjarnan orðalagi og mætti nota þá hugmynd til að greina aldur kvæða. Í erindinu var gerð tilraun með slíka aldursgreiningu og hún borin saman við málsögulegar röksemdir.

Deila þessari frétt: Senda frétt Facebook

2018-05-12T13:00:00