Skip to main content

Viðburðir

Sæktu þér að lesa sögur eða ljóð – málþing Íslenskrar málnefndar og Radda

12.05.2016 - 14:00 to 12.05.2016 - 16:00

Í tilefni af tuttugu ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar efna Íslensk málnefnd og Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn til málþings í Norræna húsinu 12. maí kl. 14.00–16.00. Þingið nefnist: Sæktu þér að lesa sögur eða ljóð.

Dagskrá
14.00  Málþingið sett
14.05  Upplestur: Anna Vala Guðrúnardóttir, sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni
í Hafnarfirði 2016
14.10  Stóra upplestrarkeppnin; vandvirkni, virðing, ánægja: Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar
14.25  Að lesa sjálfan sig: Vilhjálmur Bergmann Bragason, leikskáld og sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni á Akureyri 2001
14.40  Ljóðin góðu heimta hljóð: Anton Helgi Jónsson skáld
14.55  Upplestrarkeppnin frá sjónarhóli kennara: Kristín Ásta Ólafsdóttir, íslenskukennari í Varmárskóla
15.10  Túlkandi upplestur og tengsl við lesskilning: Baldur Sigurðsson, dósent í HÍ
15.25  Ávarp: Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra
15.40  Upplestur: Bjarni Kristbjörnsson, sigurvegari í Stóru upplestrarkeppninni í Mosfellsbæ 2016
15.45  Þingslit

Kaffi

Málþinginu stýrir Hilmar Hilmarsson

Veggspjald með dagskrá: http://islenskan.is/images/MalingLestur.pdf

2016-05-12T14:00:00 - 2016-05-12T16:00:00
Skrá í dagbók
-