Skip to main content

Viðburðir

Sigurðar Nordals fyrirlestur

14. september
2018
kl. 17–18

Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals 14. september gengst stofnunin fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri. Að þessu sinni flytur Anna Agnarsdóttir prófessor fyrirlestur sem nefnist  „Islande est peu connu“:  Stórveldin sækja Ísland heim. Samskipti Frakka og Breta við Ísland á 18. öld.

Á 18. öld áttu Frakkar og Bretar í nýlendukapphlaupi um heim allan og sendu í því skyni könnunarleiðangra á afskekktar slóðir, þar á meðal til Íslands. Undir lok aldarinnar komu einnig vísindaleiðangrar frá báðum stórveldunum til landsins, án þess að vita hvor um annan. Frakkar áttu meiri hagsmuna að gæta við Íslandsstrendur en keppinautar þeirra. Bretar, sem áttu eftir að drottna á Norður-Atlantshafi, tóku Ísland undir verndarvæng sinn skömmu síðar meðan Napóleonsstyrjaldir geisuðu. Í skjalakistum Parísar leynast bréfaskipti milli konunganna og mörg önnur gögn sem fjalla m.a. um vandamál tengd launverslun Frakka og ráðagerðum þeirra um að Danir láti Ísland í té í skiptum fyrir Louisiana. Í hvaða tilgangi sóttu stórveldin Ísland heim? Hvað fannst þeim um byltinguna 1809? Í erindinu verður leitast við að svara þessum spurningum og fleirum. Höfuðáhersla verður þó lögð á frönsk-íslensk samskipti.

2018-09-14T17:00:00 - 2018-09-14T18:00:00