Skip to main content

Viðburðir

Sigurðar Nordals fyrirlestur 2019

14. september
2019
kl. 16–17

Á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals 14. september gengst Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum árlega fyrir svokölluðum Sigurðar Nordals fyrirlestri.

Mats Malm, prófessor, þýðandi og ritari sænsku akademíunnar, flytur opinberan fyrirlestur í Norræna húsinu á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals, laugardaginn 14. september nk. kl. 16.00. Fyrirlesturinn nefnist: „Alexander den store i isländsk och svensk medeltid“.

Berättelsen om Alexander den store nådde Island och Sverige i helt olika form, och den omvandlades till isländska respektive svenska på helt olika sätt. Brandr Jónssons översättning från mitten av 1200-talet innebar en kombination av sydländsk materia och norrön sagastil, hyllad inte minst av Halldór Laxness. Medan Brandr skapade en isländsk saga, utformade en svensk översättare hundra år senare i stället ett höviskt versepos om Alexander, tydligt avsett att etablera en kontinental aristokratisk riddarkultur i Sverige. Presentationen kommer att kretsa kring olikheterna mellan de två medeltida adaptationerna och vad de säger om sin samtid.

Mats Malm lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla árið 1996 með ritgerðinni Minervas äpple: Om diktsyn, tolkning och bildspråk inom nordisk göticism þar sem hann fjallar um bókmenntatúlkun og viðhorf til skáldskapar á stórveldistíma Svía á 17. og 18. öld. Hann hefur síðan meðal annars sent frá sér rit um sænskar barokkbókmenntir og um upphaf skáldsagnaritunar í Svíþjóð en rannsóknir hans spanna vítt svið allt frá bókmenntum og bókmenntafræði fornaldar til stafrænna hugvísinda nútímans. Malm hefur einnig sinnt rannsóknum og þýðingum á íslenskum fornbókmenntum, svo sem Gísla sögu Súrssonar, Gunnlaugs sögu ormstungu og Snorra-Eddu.

Mats Malm hefur gegnt prófessorsstöðu í bókmenntafræði við Gautaborgarháskóla frá árinu 2004 og verið gestaprófessor við Johann Wolfgang von Goethe-Universität í Frankfurt am Main og við Óslóarháskóla. Hann er forstöðumaður sænska bókmenntabankans, Litteraturbanken, sem er rafbókasafn helgað sænskum bókmenntum, ekki síst bókmenntum fyrri alda, og þýðingum á sænsku. Malm hefur setið í Konunglegu vísindaakademíunni frá 2012 og tók árið 2018 sæti í sænsku akademíunni. Hann hefur verið ritari akademíunnar frá því í júní á þessu ári.

Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Allir eru velkomnir.

2019-09-14T16:00:00 - 2019-09-14T17:00:00