Skip to main content

Viðburðir

Sigurðar Nordals fyrirlestur. Jonna Louis-Jensen : ,,Heimskringla og Egils saga Skallagrímssonar – sami höfundur?"

14. september
2007
kl. 17–19

Sigurðar Nordals fyrirlestur
Norræna húsinu
14. sept. 2007, kl. 17.00


Jonna Louis-Jensen, prófessor emeritus við Kaupmannahafnarháskóla, flytur opinberan fyrirlestur föstudaginn 14. september, á fæðingardegi dr. Sigurðar Nordals. Hann nefnist ,,Heimskringla og Egils saga Skallagrímssonar – sami höfundur?"

Fyrirlesturinn fjallar um þessa meira en hundrað ára gömlu rannsóknarspurningu sem margir fræðimenn hafa velt fyrir sér – Sigurður Nordal og Peter Hallberg þó sérstaklega. En nýjar rannsóknir verða að setja spurningarmerki við niðurstöður þeirra beggja þar sem þær eru reistar á tilgátum sem ekki er unnt að sannreyna. Annars vegar er það sú tilgáta að allir þrír hlutar Heimskringlu séu ritaðir af sama höfundi, þ.e.a.s. Snorra Sturlusyni, hins vegar sá útbreiddi skilningur að texti Egils sögu Skallagrímssonar, eins og hann er prentaður í Íslenzkum fornritum, gefi besta mynd af upphaflegri gerð sögunnar. 

Jonna Louis-Jensen vinnur nú að rannsókn á þessu efni og gerir grein fyrir henni í fyrirlestrinum. Þar sem rannsókninni er ekki lokið eru niðurstöður hennar eins og gefur að skilja ekki endanlegar.

Fyrirlesturinn er í boði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Allir eru velkomnir.

Dagskrá (pdf, 20 k)

2007-09-14T17:00:00 - 2007-09-14T19:00:00