Skip to main content

Viðburðir

Skáldamálið sem tungumál: Fyrirlestur hjá Máli og sögu

08.04.2022 - 16:00 to 08.04.2022 - 17:30
Haukur Þorgeirsson
Haukur Þorgeirsson

Föstudaginn 8. apríl heldur Haukur Þorgeirsson fyrirlestur hjá Máli og sögu, félagi um söguleg málvísindi og textafræði.

Í erindinu verður skoðað að hvaða leyti það sé frjótt að hugsa um skáldamálið sem sérstakt tungumál. Hákonarkviða eftir Sturlu Þórðarson verður borin saman við Hákonar sögu eftir sama höfund. Einnig verður hugað að máltöku skáldamáls og elstu íslensku prósaljóðunum.

Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 16 í Árnagarði í stofu 311.

Sjá nánar á heimasíðu Máls og sögu.

2022-04-08T16:00:00 - 2022-04-08T17:30:00
Skrá í dagbók
-