Skip to main content

Viðburðir

Mikilleitur, nefljótur og viturlig: Ritlistarsmiðja á degi íslenskrar tungu

Andlit sem lýsa ólíkum tilfinningum
Studio MB

Handritin hafa að geyma ótal skemmtilegar mannlýsingar og nú gefst fjölskyldum sem heimsækja Eddu á degi íslenskrar tungu kostur á að skapa sínar eigin lýsingar undir handleiðslu þeirra Sólveigar og Völu Hauksdætra.

Smiðjan er haldin í samstarfi við Ritlist við Háskóla Íslands og fer fram í safnkennslustofunni Sögu á 1. hæð frá kl. 14 til 16.

Smiðjan hentar fjölskyldum með börn á öllum aldri. 
Handritasýningin Heimur í orðum er opin 10–17. Ókeypis er á sýninguna í tilefni dagsins.

Nánari lýsing og kynning á Völu og Sólveigu

Vala og Sólveig Hauksdætur.
Vala og Sólveig Hauksdætur.

Vala og Sólveig Hauksdætur eru systur sem stunda báðar meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands.

Sólveig er algjör bókaormur og hefur frá æsku haft sérstakan áhuga á þjóðsögum og norrænum goðum. Vala er alltaf með liti á lofti og stöðugt að skapa með þeim.

Saman munu þær stýra skemmtilegri samverustund þar sem fjölskyldur kynnast því hvernig fólki og furðuverum var lýst í gamla daga, fyrir tíma ljósmyndanna.

Viðburður á Facebook

2025-11-16T14:00:00 - 2025-11-16T16:00:00