Skip to main content

Viðburðir

Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn

15. desember
2024

Ríkisstyrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Statsstipendium) fyrir árið 2025 er laus til umsóknar. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Árnasafni og eftir samkomulagi við önnur söfn í Kaupmannahöfn.

Styrkurinn, sem íslenskir fræðimenn geta sótt um, nemur að þessu sinni, auk ferðakostnaðar, um 25.000 dönskum krónum á mánuði. Árið 2025 er til ráðstöfunar fjármagn til styrkja í níu mánuði. Styrkurinn er ætlaður til rannsókna í handrita- og textafræði og vinnu að útgáfu handritatexta. Styrktímabilið er þrír til níu mánuðir fyrir hvern styrkþega.

Styrknum fylgir sú kvöð að styrkþegi skili stuttri greinargerð um árangur sinn af rannsóknardvölinni. Greinargerðina (um 1 A4-síða) skal senda sem fyrst eftir að dvölinni í Kaupmannahöfn lýkur og eigi síðar en mánuði eftir næstu áramót þar á eftir.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá, ásamt ritaskrá og stutt greinargerð fyrir rannsóknarverkefninu (um 1 A4-síða) á dönsku eða ensku ásamt meðmælum og upplýsingum um laun á Íslandi meðan á dvölinni í Kaupmannahöfn stendur. Umsóknir stílaðar á Den Arnamagnæanske Kommission skal senda í tölvupósti til Morten Tang Petersen, mtp@hum.ku.dk, eigi síðar en 15. desember 2024.

 

DEN ARNAMAGNÆANSKE KOMMISSION KØBENHAVNS UNIVERSITET

Stipendium til håndskriftstudier i København Det Arnamagnæanske Statsstipendium opslås hermed til ansøgning for 2025.

Stipendiet tildeles islandske statsborgere til håndskriftstudier ved Den Arnamagnæanske Samling og evt. efter aftale med andre samlinger i København. Stipendiet, der kan søges af islandske forskere, udgør for tiden, foruden rejseomkostninger, ca. 25.000 danske kroner månedligt. Der er i 2025 midler til 9 måneder.

Stipendiet uddeles til kodikologisk og filologisk baseret forskning, samt forberedelser af tekstudgaver, og med en varighed på 3 til 9 måneder.

Efter opholdet skal stipendiaten indsende en kortfattet rapport om det udbytte, han eller hun har haft af forskningsopholdet. Rapporten (ca. 1 A4-side) skal indsendes snarest i forbindelse med afslutningen af opholdet i København og senest en måned efter udgangen af det pågældende kalenderår.

Ansøgninger indeholdende CV, en kortfattet projektbeskrivelse (ca. 1 A4-side) på dansk eller engelsk, eventuelle anbefalinger, samt oplysninger om aflønningsforhold på Island under opholdet i København, stiles til Den Arnamagnæanske Kommission og sendes per e-mail til administrationschef Morten Tang Petersen, mtp@hum.ku.dk, senest den 15. december 2024.

2024-12-15T23:45:00