Njálurefillinn: Sköpunarferlið í máli og myndum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari og rithöfundur, segir frá gerð Njálurefilsins sem hún hannaði og teiknaði og fjöldi manns tók þátt í að sauma.
Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Heimur í orðum.
Málþing um alþýðuhljóðfæri og danslög
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavik 107
Ísland
Málþing í tilefni af útkomu bókarinnar Danslög Jónasar
Í bókinni Danslög Jónasar eru gefin út lög fyrir fiðlu sem Jónas Helgason (1839–1903) skráði í litla nótnabók sem nú er varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Birtar eru ljósmyndir af handritinu í raunstærð ásamt aðgengilegum uppskriftum allra laganna í því.
Jónas og Helgi, bróðir hans, voru vinsælir fiðluleikarar og danstónlistarmenn í Reykjavík á sjöunda áratug 19. aldar og bókin inniheldur einnig upplýsingar um Jónas, alþýðufiðluleik á Íslandi og sögu dansmenningar 19. aldar í Reykjavík. Sumt af þessu verður einnig fjallað um á málþinginu ásamt því sem talað verður almennt um alþýðuhljóðfæri og þjóðlagatónlist.
Markmið útgáfunnar og málþingsins er að kynna ríkan menningararf sem birtist í Danslögum Jónasar með ósk um að hún veiti tónlistarfólki innblástur til að halda áfram að spila þessa tónlist á fiðlur og önnur hljóðfæri, tónlistarinnar verði notið og dansað verði við hana.
Málþingið er hluti af dagskrá þjóðlistahátíðar Vökufélagsins.
Fyrirlestrar
- Rósa Þorsteinsdóttir: Alþýðuhljóðfæri á Íslandi
- Mette Vårdal: When does culture become national? About innovation, assimilation and tradition in folk culture
- Herdís Anna Jónsdóttir: Fiðlumenning í Suður-Þingeyjarsýslu
- Vegar Vårdal: How I understand the fiddle recordings in Ismus in light of the Nordic folk music
- Atli Freyr Hjaltason: Þjóðdansar eða menningararfur. Dansmenning 19. aldar
Árnastofnun á Vísindavöku 2025
Laugardalshöll
Engjavegi 8
Reykjavík 104
Ísland
Fulltrúar Árnastofnunar á Vísindavöku 2025 verða Ágústa Þorbergsdóttir og Kristín Ingibjörg Hlynsdóttir.
Verkefnin sem kynnt verða eru Nýyrðavefurinn, Íðorðabankinn og Beygingarlýsing íslensks nútímamáls (BÍN).
Málþing um sameiginlega arfleifð Kanada og Íslands
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Nánari upplýsingar síðar.