Skip to main content

Fréttir

Kona með gleraugu og heyrnartól á höfðinu er fyrir framan stúdíóhljóðnema.
Rödd veforðabókanna
Veforðabækur hafa þann kost að hægt er að sýna framburð uppflettiorða og orðasambanda sem hljóð. Var þetta gert í fyrstu veforðabók Árnastofnunar, ISLEX, sem tengir íslensku við sex skandinavísk mál og hafa þær hljóðupptökur verið notaðar í allar veforðabækur sem á eftir komu.
barna stigveli, nærmynd
Þúsund nemendur í Eddu
Frá því að safnkennsla hófst í Eddu í lok janúar á þessu ári hefur Marta Guðrún Jóhannesdóttir, sem nýlega tók við starfi safnkennara við Árnastofnun, tekið á móti eitt þúsund nemendum á öllum skólastigum.
fjórar manneskjur standa saman
Sendiherra Kanada í heimsókn
Miðvikudaginn 2. apríl kom nýr sendiherra Kanada á Íslandi, Jenny Hill, í heimsókn á Árnastofnun. Tilefnið var 150 ára afmæli Nýja-Íslands í Kanada og kanadískt-íslenskt menningarsamstarf.
Skjáskot af malid.is þar sem blasa við skilaboð sem segja "Þú hefur hlaupið 1. apríl!"
Aprílgabb 2025
Þessa dagana fer fram viðamikil tiltekt í gagnagrunnum stofnunarinnar. Vegna takmarkana á gagnageymslum og einnig til að auka skilvirkni gagnagrunna var tekin ákvörðun um að skera niður í umfangi orðasafna stofnunarinnar.
Hópur barna stillir sér upp ásamt kennara. Sum standa og önnur liggja á gólfi.
Safnkennari á ferð um landið
Í lok febrúar hófst ferðalag Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur safnkennara Árnastofnunar um landið. Þessar heimsóknir eru hluti verkefnisins Hvað er með ásum? og í þeim fá nemendur í samstarfsskólum víða um land að kynnast heimi handritanna.
fyrirlestrasalur, salurinn er næstum fullur og er manneskja að halda kynningu við ræðupúlt
Opnun Íslensk-pólskrar veforðabókar
Föstudaginn 21. mars var Íslensk-pólsk veforðabók opnuð. Í henni eru 54 þúsund uppflettiorð ásamt fjölda dæma og orðasambanda sem öll eru þýdd á pólsku. Unnið hefur verið að henni undanfarin ár á Árnastofnun og voru þetta því mikil tímamót.