Samtökin EFNIL (European Federation of National Institutions for Language) standa árlega að evrópskri samkeppni þar sem höfundar MA-ritgerða geta keppt um peningaverðlaun. Ritgerðirnar eiga að vera innan efnissviðanna málnotkun, málstefna og margmála umhverfi.
Möguleika á verðlaunum haustið 2022 eiga ritgerðir sem lokið er, og háskólar hafa tekið gildar og gefið einkunn fyrir, árið 2021 og fram til janúarloka 2022. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2022.