Skip to main content

Fréttir

Útgáfur Árnastofnunar 2021

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gaf út fimm bækur á árinu 2021.

Út komu eftirfarandi rit:

Orð og tunga 23 í ritstjórn Helgu Hilmisdóttur. Að þessu sinni var kallað sérstaklega eftir greinum sem lúta að tilbrigðum í íslensku. Tvær greinar bárust sem falla að meginþemanu en einnig birtast hér greinar um orðmyndun og íðorðastarf. 

Orð ársins 2021

Undanfarin ár hefur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum valið orð ársins. Á stofnuninni er upplýsingum um málnotkun safnað árið um kring. Fjölbreyttum textum er stöðugt bætt við svokallaða Risamálheild en þar er nú gífurlegt magn texta, tæplega 1,9 milljarðar lesmálsorða úr nútímamáli. Við val á orði ársins byggir stofnunin á nýjustu gögnum Risamálheildarinnar. Kallaðir voru fram þrír tíðnilistar úr Risamálheildinni: Listi yfir ný orð árið 2021 sem hafa aldrei komið fram áður.

Úthlutun Rannís fyrir 2022

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun styrkja til nýrra rannsóknarverkefna fyrir árið 2022, stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 355 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 23% umsókna.

Á sviði hugvísinda og lista voru fjórir styrkir tengdir Árnastofnun. Beeke Stegmann hlaut styrk fyrir verkefni sem kallast „Hringrás pappírs: Framleiðsla, frumnotkun og endurnotkun sautjándu aldar pappírs á Íslandi.“ 

Auglýsing um styrki til háskólanema vegna lokaverkefna

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir styrki til háskólanema vegna lokaverkefna sem byggjast að verulegu leyti á rannsóknum á frumgögnum stofnunarinnar, hvort sem er á orða- og málfarssöfnunum, örnefnasafninu, handritasafninu eða þjóðfræðasafninu. Í boði er einn styrkur að fjárhæð 200.000 krónur vegna BA / BS-ritgerðar og annar að fjárhæð 400.000 krónur vegna MA / MS-ritgerðar.

Súðbyrtir bátar á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns

Smíði og notkun súðbyrtra báta, súðbyrðinga, er komin á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf. Öll Norðurlöndin stóðu saman að tilnefningunni. Vitafélagið – íslensk strandmenning hafði veg og vanda að undirbúningi tilnefningarinnar fyrir hönd Íslands í samstarfi við strandmenningarfélög á Norðurlöndunum.

Gripla XXXII er komin út

Gripla, ritrýnt alþjóðlegt ISI-tímarit Árnastofnunar um handrita-, bókmennta- og þjóðfræði, er komin út. Ein grein sætir sérstökum tíðindum en þar segir frá íslenskum tvíblöðungi á skinni sem Bjarni Gunnar Ásgeirsson (bga@hi.is), doktorsnemi við Háskóla Íslands, fann nýlega í British Library innan um handrit úr bókasafni hertogans af Buckingham og Chandos í Stowe House á fyrri hluta 19. aldar. Það safn keypti jarlinn af Ashburnham árið 1849 og British Library eignaðist það síðan árið 1883.

Tvær nýjar bækur eftir Annette Lassen

Út eru komnar tvær bækur eftir Annette Lassen, rannsóknardósent við Árnastofnun. Rannsóknir hennar hafa einkum verið á sviði norrænna fornbókmennta og goðafræði, aðallega fornaldarsagna og ritstýrði hún danskri þýðingu á þeim. Auk þess ritstýrði hún danskri útgáfu Íslendingasagna og -þátta, sem var þjóðargjöf Íslendinga til Dana árið 2017, og þýddi einnig nokkrar sagnanna í útgáfunni.  

Reykjaholt Revisited. Representing Snorri in Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga

Bókin Reykjaholt Revisited. Representing Snorri in Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga eftir Úlfar Bragason prófessor emeritus er komin út. Útgefandi er Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum en Andrew Wawn þýddi á ensku. Bókin fjallar um mynd þá sem Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar dregur upp af Snorra Sturlusyni, um viðhorf og aðferðir sagnaritarans og textasamfélag hans. Fræðimenn hafa löngum dregið mjög í efa hlutlægni Sturlu enda hefur mynd hans af Snorra ekki hugnast þeim.

Evrópsk MA-ritgerðasamkeppni innan efnissviðanna málnotkun, málstefna og margmála umhverfi

Samtökin EFNIL (European Federation of National Institutions for Language) standa árlega að evrópskri samkeppni þar sem höfundar MA-ritgerða geta keppt um peningaverðlaun. Ritgerðirnar eiga að vera innan efnissviðanna málnotkun, málstefna og margmála umhverfi

Möguleika á verðlaunum haustið 2022 eiga ritgerðir sem lokið er, og háskólar hafa tekið gildar og gefið einkunn fyrir, árið 2021 og fram til janúarloka 2022. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 2022.

Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2021

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Arnaldur Indriðason, rithöfundur hlaut verðlaunin í ár við athöfn í Þjóðminjasafninu sem var streymt á vefmiðlum. Við sama tækifæri fékk Vera Illugadóttur dagskrárgerðargerðarkona á RÚV, sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu.