Skip to main content

Fréttir

Styrkir veittir úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur

Starfsmenn og verkefni á vegum Árnastofnunar hlutu nýverið styrki úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur.

Branislav Bédi, verkefnisstjóri á Árnastofnun, hlaut framhaldsstyrk til að vinna við gerð íslensk-þýskrar veforðabókar. Orðabókin er unnin í samstarfi við Háskólann í Vínarborg og verður öllum aðgengileg á vefnum án endurgjalds.

Vigdís Finnbogadóttir opnar nýja íslensk-franska veforðabók

Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók, var opnuð með viðhöfn 16. júní í Veröld – húsi Vigdísar af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Margir tóku til máls við opnunina og meðal þeirra sem fluttu ávarp voru Roselyne Bachelot-Narquin, menningar- og samskiptamálaráðherra Frakklands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.

Marco Verch
Styrkir til Árnastofnunar

Starfsmenn og verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hlutu veglega styrki á síðustu vikum.

Stór styrkur var veittur af Nordplus, menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, til að vinna að færeyskri beygingarlýsingu. Styrkurinn hljóðar upp á 71.400 evrur sem jafngildir 10,6 milljónum íslenskra króna. Umsjónarmaður verkefnisins er Kristján Rúnarsson.