Lexía, ný íslensk-frönsk veforðabók, var opnuð með viðhöfn 16. júní í Veröld – húsi Vigdísar af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Margir tóku til máls við opnunina og meðal þeirra sem fluttu ávarp voru Roselyne Bachelot-Narquin, menningar- og samskiptamálaráðherra Frakklands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.