Skip to main content

Fréttir

Drottning skoðar Lífsblómið

Margrét Þórhildur Danadrottning kom á sýninguna Lífsblómið – Fullveldi Íslands í 100 ár í Listasafni Íslands 1. desember 2018, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands og Elizu Reid forsetafrú. Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Eiríkur Guðmundsson þjóðskjalavörður og Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri tóku á móti gestunum við komu í safnið. Guðrún Nordal gekk síðan með drottningu, forsetahjónunum og föruneyti um sýninguna.

Hátíðardagskrá á degi íslenskrar tungu

Hátíðardagskrá í menningarmiðstöðinni Nýheimum á Höfn í Hornafirði á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2018, kl. 16-17.

 

16.00   Hátíðardagskráin sett

16.05   Ljóðalestur: Stígur Aðalsteinsson

16.08   Nokkur orð, ný og gömul – Guðrún Nordal

16.10   Nýyrðabankinn – Ágústa Þorbergsdóttir

16.15   Skólabörn kynna nýyrði sem þau hafa smíðað

16.20   Opnun Nýyrðabankans með skólabörnum

16.23   Tónlistaratriði: Anna Lára Grétarsdóttir leikur á píanó

16.26   Ávarp mennta- og menningarmálaráðherra

Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar var haldið í Þjóðminjasafninu 15. nóvember sl. Að þessu sinni beindi Íslensk málnefnd sjónum sínum að ferðamennsku og notkun íslenskunnar hjá fólki sem hefur hana ekki að móðurmáli. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, ávarpaði þingið og í kjölfarið fylgdu erindi annarra fyrirlesara. Í lok málþingsins voru afhentar viðurkenningar fyrir framlag til íslenskunnar.

Notendakönnun um Málið.is – Verðlaunahafar

Notendakönnun um Málið.is fór fram dagana 24. október til 15. nóvember. Þeim fjölmörgu sem tóku þátt í henni eru færðar bestu þakkir fyrir svörin, ábendingar um vefgáttina og falleg orð um hana.

Dregin voru þrenn bókaverðlaun úr netföngum þátttakenda.

Hin heppnu eru Elísabet Ásta Ólafsdóttir, Frank Arthur Blöndahl Cassata og Rannveig Sverrisdóttir.

Bækurnar eru Sálumessa (Gerður Kristný), Ungfrú Ísland (Auður Ava Ólafsdóttir) og Ég hef séð svona áður (Friðgeir Einarsson).

 

Niðurstöður notendakönnunarinnar verða kynntar bráðlega.

Þorleifur Hauksson og útgáfur fornra texta

Þorleifur Hauksson flutti fyrirlestur fyrir gesti Norræna hússins 13. nóvember 2018. Erindi hans nefndist  „Hugleiðingar og reynslusögur um mismunandi útgáfur íslenskra fornrita.“

Í upphafi dagskrár bauð Guðrún Nordal gesti velkomna og Guðvarður Már Gunnlaugsson sagði deili á Þorleifi og rannsóknar- og útgáfustarfi hans.

Hér má finna prentaða útgáfu fyrirlestrarins.

Hvað fnnst þér um málið.is

Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í notendakönnun um málið.is. Könnunin hefur verið í gangi á vefnum síðan í október og hefur svörun verið góð. 

Vefgáttin málið.is fær nú að jafnaði um 1000 heimsóknir á dag og hefur notendum fjölgað jafnt og þétt síðan forseti Íslands opnaði hana við hátíðlega viðhöfn 16. nóvember 2016.

Nýr formaður stjórnar Árnastofnunar

Ný stjórn stofnunarinnar hefur tekið til starfa fyrir tímabilið 2018−2022. Hlutverk stjórnar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að vera forstöðumanni til ráðgjafar og veita honum umsagnir um starfsáætlanir og skipulag stofnunarinnar.

Stjórnin er þannig skipuð:
Dagný Jónsdóttir formaður, án tilnefningar,
Sigrún Magnúsdóttir, án tilnefningar,
Guðrún Þórhallsdóttir, tilnefnd af háskólaráði Háskóla Íslands,
Torfi Tulinius, tilnefndur af háskólaráði Háskóla Íslands,
Terry Adrian Gunnell, tilnefndur af háskólaráði Háskóla Íslands.

Fyrirlestur Ara Páls Kristinssonar í Háskólanum í Björgvin

Hinn 19. október sl. hélt Ari Páll Kristinsson boðsfyrirlestur við Háskólann í Björgvin, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier. Um var að ræða svonefndan Hannaas-fyrirlestur sem einum fræðimanni er árlega boðið að halda. Að þessu sinni var þess sérstaklega minnst með viðhöfn að 100 ár eru liðin frá því að Torleiv Hannaas, sem fyrirlestraröðin er kennd við, var skipaður prófessor í vesturnorsku máli við Bergens Museum og þar með hófust skipulegar rannsóknir og háskólakennsla í greininni í Björgvin.