Skip to main content

Fréttir

Styrkir Snorra Sturlusonar 2018

Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands.

Vigdís og Gunnar hafa unnið íslenskri tungu mikið gagn

Hefð er fyrir því að á degi íslenskrar tungu veiti mennta- og menningarmálaráðherra Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Í ár var Vigdís Grímsdóttir þess heiðurs aðnjótandi en hún hefur í áratugi skrifað bækur af nánast öllu tagi.

Ráðgjafanefnd mælti einnig með því að sérstök viðurkenning í tilefni dagsins yrði veitt Gunnari Helgasyni sem hefur skrifað margar af vinsælustu barnabókum síðustu ára.

Í ráðgjafanefndinni áttu sæti í ár þau Baldur Hafstað, sem veitti nefndinni forstöðu, Guðrún Ingólfsdóttir og Dagur Hjartarson.

Samningur um Orðabók Sigfúsar Blöndals

Íslensk-danskur orðabókarsjóður og Stofnun Árna Magnússonar hafa undirritað samning um að Íslensk-danskri orðabók (Orðabók Sigfúsar Blöndals) verði komið fyrir á vefnum. Vinna hefur staðið yfir undanfarna mánuði við að koma þessu mikla verki í tölvutækt form, og verður það gert leitarbært á sérstakri heimasíðu. Verkið verður fjármagnað af orðabókarsjóðnum og verða ráðnir stúdentar til starfsins.

Íslensk málnefnd verðlaunar Grundaskóla

 

Íslensk málnefnd stóð fyrir málræktarþingi þriðjudaginn 15. nóvember 2017. Yfirskrift þingsins var Ritun í skólakerfinu. Kynnt var ályktun Íslenskar málnefndar um stöðu tungunnar en í ár var sjónum sérstaklega beint að sambandi ungmenna við tunguna. Haldin voru fimm erindi þar sem velt var upp spurningum um stöðu málsins í ræðu og riti með áherslu á ritfærni nemenda á ýmsum stigum skólakerfisins.

Húsfyllir á Árna Magnússonar fyrirlestri

Þegar Árna Magnússonar fyrirlestur var haldinn í fimmta sinn var Marjorie Curry Woods prófessor við Háskólann í Austin í Texas fengin til að segja frá áhuga sínum á ljótum handritum.

Hún flutti fyrirlestur sinn Emotions Between the Lines fyrir fullum sal í Norræna húsinu mánudaginn 13. nóvember 2017. Að fyrirlestri loknum gafst rými fyrir spurningar úr sal og að síðustu var öllum boðið að þiggja veitingar.

Málræktarþing Íslenskrar málnefndar

Ritun í skólakerfinu – málræktarþing Íslenskrar málnefndar og MS

Íslensk málnefnd og MS boða til málræktarþings í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 15. nóvember kl. 15.30 undir yfirskriftinni Ritun í skólakerfinu, þar sem velt verður upp spurningum um stöðu málsins í ræðu og riti með áherslu á ritfærni nemenda á ýmsum stigum skólakerfisins.

Verið öll velkomin

 

15.30 Setning

15.35 Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2017