Hefð er fyrir því að á degi íslenskrar tungu veiti mennta- og menningarmálaráðherra Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Í ár var Vigdís Grímsdóttir þess heiðurs aðnjótandi en hún hefur í áratugi skrifað bækur af nánast öllu tagi.
Ráðgjafanefnd mælti einnig með því að sérstök viðurkenning í tilefni dagsins yrði veitt Gunnari Helgasyni sem hefur skrifað margar af vinsælustu barnabókum síðustu ára.
Í ráðgjafanefndinni áttu sæti í ár þau Baldur Hafstað, sem veitti nefndinni forstöðu, Guðrún Ingólfsdóttir og Dagur Hjartarson.