Skip to main content

Fréttir

​Stofnun Árna Magnússonar hlaut tvo styrki úr máltæknisjóði

Máltæknisjóður veitti 16,9 milljónum í verkefnið Enduruppbygging Beygingarlýsingar íslensks nútímamáls. Í verkefninu verður smíðaður nýr gagnagrunnur utan um beygingarlýsinguna sem býður upp á nákvæmari greiningu gagnanna. Bætt greining gefur kost á fjölbreyttari nýtingu gagnanna, t.d. við gerð kennsluefnis eða önnur leiðbeinandi not. Þá verður beygingagrunnur til nota í máltækni skilinn frá beygingarlýsingunni og gefinn út sérstaklega og undir öðru nafni. Verkefnisstjóri er Kristín Bjarnadóttir.

Marjorie Curry Woods flytur Árna Magnússonar fyrirlestur

Í ár mun Marjorie Curry Woods flytja fyrirlestur Árna Magnússonar í Norræna húsinu, 13. nóvember kl. 17.

Marjorie Curry Woods er prófessor í ensku og almennri bókmenntafræði — Blumberg Professor of English, Professor of Comparative Literature, and University Distinguished Teaching Professor — við Texas-háskóla í Austin og hefur kennt þar frá árinu 2011.

Aðalfundur vinafélags Árnastofnunar

Stjórn Vina Árnastofnunar heldur aðalfund félagsins mánudaginn 13. nóvember 2017 kl. 15.30-16.30 í Norræna húsinu.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf: 

Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Lagabreytingar
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning stjórnar
Önnur mál

Hægt er að gerast félagi á vefsíðu félagsins.

Fundur Nafnfræðifélagsins: Friðlandið að Fjallabaki

­Nafnfræðifélagið heldur seinni fræðslufund misserisins laugardaginn 11. nóv. nk. í stofu 202 í Odda, húsi Háskóla Íslands, og hefst kl. 13.15.

Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, flytur erindi sem ber yfirskriftina:

Nafngiftir í Friðlandinu að Fjallabaki.

Afkomandi Wagners skoðar Konungsbækur

Barnabarnabarn óperuskáldsins Richards Wagners, Eva Wagner Pasquier, kom í heimsókn á Árnastofnun föstudaginn 27. október sl. til að skoða Konungsbók eddukvæða og Snorra Eddu, helstu heimildir óperusveigs langafa hennar um Niflungahringinn.

Nýr forvörður

Vasarė Rastonis hefur verið ráðin forvörður við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Alls sóttu tólf forverðir um starfið, allir erlendir. Fimm umsækjendur voru boðaðir í viðtal sem fór fram gegnum Skype-forritið.

Íslenskunemi og kennari hans spjalla á fjöltyngisráðstefnu

Um næstu helgi verður haldin í Hörpu ráðstefna fyrir fjöltyngda sem ber yfirskriftina Polyglot. Í tengslum við ráðstefnuna stendur Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir hraðnámskeiði í íslensku fyrir áhugasama en líklegt er að á ráðstefnunni verði margir sem láta sig ekki muna um að bæta íslensku við langan lista þeirra tungumála sem þeir hafa eitthvert vald á.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir á málstofu
 
Starfsmenn og gestir Árnastofnunar komu saman á málstofu föstudaginn 13. október og fengu innsýn í rannsóknarverkefni sem Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur unnið að með hléum undanfarin ár og er nú langt komin með. 
 
Verkefnið fjallar um elstu lækningar, þróun þeirra og tengsl við alþýðulækningar, galdur, grasalækningar, hómópatíu og nútímalæknisfræði.