Skip to main content

Fréttir

Ákveðið að ráða Emily Lethbridge í stöðu rannsóknarlektors á nafnfræðisviði

Ákveðið hefur verið að ráða Emily Lethbridge í stöðu rannsóknarlektors á nafnfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Um starfið bárust fimm umsóknir.

Emily er með doktorspróf frá Cambridge-háskóla í íslenskum miðaldabókmenntum, textafræði og handritafræði. Í rannsóknum sínum leggur hún áherslu á nálganir sem snúa að landslagi, örnefnum og landsháttum, og samband miðaldatexta og landslags.

Bók um Fjölnisstafsetninguna komin út

Gunnlaugur Ingólfsson, emeritus við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur búið til prentunar ritið
Fjölnisstafsetningin.  Hliðarspor í sögu íslenskrar stafsetningar.

 

Í bókinni er fjallað um helstu atriði þessara stafsetningarnýjunga og viðbrögð við þeim, svo og áhrif og afdrif þeirra. Bókin byggir að miklu leyti á ritsmíðum sem hafa ekki fyrr komið út á prenti heldur hafa legið í handriti og eru varðveittar í handritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns.

Ráðstefna orðabókafólks á Norðurlöndum stendur sem hæst

Í Öskju, einu af húsum Háskóla Íslands, hafa um 60 manns sem starfa við orðabókagerð á Norðurlöndum sameinast á ráðstefnu.

Í dag voru haldnir fjölmargir áhugaverðir fyrirlestrar en í hópi fyrirlesara voru Ari Páll Kristinsson og Jóhannes Bjarni Sigtryggsson frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Nánari upplýsingar má nálgast á
heimasíðu ráðstefnunnar.

Ráðstefnunni lýkur föstudaginn 2. júní.

 

Sporrekjandi handritasafnarar eru á ferðinni í Vesturheimi

Þrír doktorsnemar við Háskóla Íslands, þau Katelin Marit Parsons, Ryan Eric Johnson og Ólafur Arnar Sveinsson, koma að verkefni sem ber yfirskriftina Í fótspor Árna Magnússonar og hefur verið í gangi síðan árið 2015. Auk þeirra hafa á liðnu ári bæst í rannsóknarhópinn tveir doktorsnemar við háskólann í Madison-Wisconsin; þau Colin Connors og Lauren Poyer. Markmið verkefnisins er að skrá þau handrit og bækur sem innflytjendur frá Íslandi tóku með sér yfir hafið.

 

Árnastofnun fékk far með Háskólalestinni

Háskólalestin er á ferðinni á vorin og fer vítt og breitt um landið. Megintilgangur lestarinnar er að opna undraveröld vísindanna fyrir skólabörnum og heimamönnum á hverjum áfangastað og kynna um leið fjölbreytta rannsóknarstarfsemi við Háskóla Íslands.

 

Krossfestingarmynd frá 14. öld verður kjörgripur í Þjóðminjasafni

Í kjörgripsrými Safnahússins verður sýndur í fyrsta sinn kjörgripur úr handritasafni Árna Magnússonar: Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld.

Á myndinni er hinn krossfesti Kristur fyrir miðju. Fyrir ofan hann er letrað á latínu: Jesús frá Nasaret, konungur Gyðinga. Honum á hægri hönd stendur María guðsmóðir í rauðum kyrtli með bláan höfuðdúk en hinum megin er Jóhannes lærisveinn Krists.

Heimsókn frá Québec

Þriðjudaginn 2. maí kom í heimsókn, á starfsstöð Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum við Laugaveg, hópur kennara og stúdenta úr Quebec-háskóla í Montréal.

Þau kynntu sér íslenskt mál og málstefnu en flest eru þau frönskumælandi Kanadamenn.