Gunnlaugur Ingólfsson, emeritus við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur búið til prentunar ritið
Fjölnisstafsetningin. Hliðarspor í sögu íslenskrar stafsetningar.
Í bókinni er fjallað um helstu atriði þessara stafsetningarnýjunga og viðbrögð við þeim, svo og áhrif og afdrif þeirra. Bókin byggir að miklu leyti á ritsmíðum sem hafa ekki fyrr komið út á prenti heldur hafa legið í handriti og eru varðveittar í handritadeild Landsbókasafns - Háskólabókasafns.