Það sem af er árinu 2017 hafa tveir nýir starfsmenn bæst við starfsmannahóp stofnunarinnar.
Sigurborg Kristín Stefánsdóttir tók til starfa sem fjármálastjóri þann 1. febrúar.
Síðastliðin 16 ár hefur Sigurborg unnið að verkefnum tengdum fjármálum, áætlanagerð, starfsmannamálum og erlendum samskiptum. Fyrst hjá Vodafone og síðar hjá Stjórnarráði Íslands. Sigurborg er með B.Ed-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskóla Íslands.
Sigurborg vinnur á starfsstöðinni í Árnagarði við Suðurgötu.