Skip to main content

Fréttir

Utanríkisráðherra skoðaði handrit

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra heimsótti stofnunina í vikunni og tók Guðrún Nordal forstöðumaður á móti honum og aðstoðarmanni hans. Svanhildur Óskarsdóttir á handritasviði stofnunarinnar sýndi honum nokkur merk handrit. Utanríkisráðherrann sagðist ánægður með að hafa komist í návígi við þennan dýra arf. Guðlaugur Þór var í fylgdarliði forseta Íslands þegar hann fór í janúar í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur og skoðaði þá forn handrit í Árnasafni í Kaupmannahöfn.

 

Nýr starfsmaður á skrifstofu

Rakel Pálsdóttir hefur tekið við starfi á skrifstofu stofnunarinnar þar sem hún annast símsvörun, móttöku gesta og almenn skrifstofustörf á stjórnsýslusviði.

Rakel lauk BA-námi frá félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands árið 2014. Hún hefur síðan starfað sem þjónustustjóri á velferðarsviði Kópavogsbæjar og við viðburðastjórnun hjá CP Reykjavík.

Rakel er boðin velkomin í starfsmannahóp Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

 

Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, kom 2. febrúar, ásamt fylgdarliði í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Lét hann sig ekki muna um að heimsækja allar þrjár starfsstöðvarnar við Laugaveg, á Þingholtsstræti og í Árnagarði við Suðurgötu.

Á Laugavegi skoðaði hann örnefnasafn stofnunarinnar og Grásíðu, sem geymir seðlasöfn sem meðal annars eru grunnur hins viðamikla Ritmálssafns.

Vel heppnað upplestrarkvöld í Mengi

Síðasta miðvikudagskvöld var fyrsta upplestrarkvöldið af þremur, sem ráðgerð eru á vormisseri, haldið í Mengi við Óðinsgötu. Þar sameinuðu krafta sína fræðimenn, skáld og tónlistarmenn.

Kvöldstundin hverfðist um pistlasafnið Konan kemur við sögu sem kom út hjá Árnastofnun í fyrra.

Nýr bókasafns- og upplýsingafræðingur tekur til starfa

Um miðjan febrúar hóf Guðný Ragnarsdóttir störf við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún tekur við af Ólöfu Benediktsdóttur sem hefur verið bókavörður við stofnunina um langt árabil við góðan orðstír en lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. 

 

Áður starfaði Guðný í 19 ár hjá upplýsinga- og rannsóknarþjónustu Alþingis. Þá hefur hún einnig víðtæka reynslu af skjalastjórnun, kennslu og leiklist.

 

Þrjú upplestrarkvöld á vormisseri

Skipulögð hafa verið þrjú upplestrarkvöld á vormisseri þar sem pistlahöfundar, sem skrifa í bókina Konan kemur við sögu, lesa upp úr eða segja frá þeim greinum sem þeir eiga í þessari nýjustu útgáfu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 

Það fyrsta hefur þegar farið fram en 40 manns fylltu hinn hógværa sal Mengis við Óðinsgötu. Hér er frétt um upplestrarkvöldið sem fór fram 15. febrúar.

 

Tvö upplestarkvöld eru framundan:

Nýtt starfsfólk komið til starfa á nýju ári

Það sem af er árinu 2017 hafa tveir nýir starfsmenn bæst við starfsmannahóp stofnunarinnar.

 

Sigurborg Kristín Stefánsdóttir tók til starfa sem fjármálastjóri þann 1. febrúar.

Síðastliðin 16 ár hefur Sigurborg unnið að verkefnum tengdum fjármálum, áætlanagerð, starfsmannamálum og erlendum samskiptum. Fyrst hjá Vodafone og síðar hjá Stjórnarráði Íslands. Sigurborg er með B.Ed-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og MBA-gráðu frá Háskóla Íslands.

Sigurborg vinnur á starfsstöðinni í Árnagarði við Suðurgötu.