Skip to main content

Fréttir

Landnámabók sem (landa)kort

Dr. Emily Lethbridge, nýdoktorsstyrkþegi við Miðaldastofu með aðsetur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, flytur fyrirlestur á vegum Snorrastofu í Reykholti þriðjudaginn 1. mars kl. 20:30. Í fyrirlestri sínum fjallar Emily um Landnámu og þá hugmyndafræði að hlutverki landakorta og bókmennta svipi saman við að koma skipulagi á og halda utan um upplýsingar okkar og þekkingu á  landi og lífi. Hún segir frá nokkrum hugleiðingum sem snúast um að túlka Landnámabók sem landakort eða landabréf, þó sköpuð sé með orðum. 

Afmælishaust

1. september verða 10 ár liðin frá sameiningu fimm lykilstofnana á sviði íslenskra fræða sem saman mynda Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Hinn 2. júní 2006 samþykkti Alþingi Íslendinga lög um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samkvæmt þeim voru Íslensk málstöð, Orðabók Háskólans, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun sameinaðar frá og með 1. september 2006. Hin nýja stofnun tók við skyldum stofnananna fimm og þeim verkefnum sem þær sinntu. Fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar var dr. Vésteinn Ólason.

 

Ritdómur um Góssið hans Árna

Bókin Góssið hans Árna fékk jákvæða umfjöllun í nýju hefti hins gamla og virta fræðitímarits Arkiv för nordisk filologi sem gefið er út í Svíþjóð. Ritdómurinn er eftir Karl G. Johansson, prófessor í norrænum fræðum í Ósló. Johansson leggur út af inngangi bókarinnar, sem fjallar um tilgang skrár UNESCO, Minni heimsins, og undirstrikar m.a. forgengileika handritanna.