Íslensk málnefnd á 50 ára afmæli 30. júlí 2014. Á vefsíðu nefndarinnar, íslenskan.is, má lesa grein um sögu hennar eftir Guðrúnu Kvaran, formann Íslenskrar málnefndar. Sjá hér.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er skrifstofa nefndarinnar.
Ráðherraráð spænsku ríkisstjórnarinnar lýsti því yfir á dögunum að 14. júní yrði framvegis dagur spænska og katalónska táknmálsins. 14. júní varð fyrir valinu því þennan dag árið 1936 var Félag heyrnarlausra á Spáni stofnað (Confederación Estatal de Personas Sordas, CNSE).
Stofnunin gefur út rafrænt fréttabréf til að miðla upplýsingum um starf stofnunarinnar, nýjar útgáfur, fyrirlestra, rannsóknarverkefni, viðburði og fleira. Sjötta tölublað ársins 2014 hefur verið sent þeim sem stofnunin hefur á netfangaskrá sinni. Aðrir geta lesið fréttabréfið á vef stofnunarinnar eða gerst áskrifendur og fengið fréttabréfið sent mánaðarlega í tölvupósti.
Þann 7. júní ár hvert ályktar Málnefnd um íslenskt táknmál um stöðu málsins. Ályktun nefndarinnar í ár má lesa hér fyrir neðan en skýrsluna í heild sinni má nálgast á táknmáli með því að smella á myndina hægra megin eða í pdf skjali hér: Skýrsla Málnefndar um íslenskt táknmál (141 k).