Skip to main content

Handritapistlar

Íslendingabók; AM 113 g fol.

Íslendingabók er yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til ársins 1118. Hún var samin á árunum 1122–32 af prestinum Ara Þorgilssyni (1068–1148) sem hlaut síðar viðurnefnið hinn fróði. Sagt er frá helstu landnámsmönnum, fyrstu lagaskipan, setningu Alþingis, skiptingu landsins í fjórðunga og fundi Grænlands en lang nákvæmust er frásögnin af  kristnitökunni og sögu íslensku kirkjunnar.

Hauksbók

Þess er getið í íslenskum annálum að árið 1308 hafi „lærðra manna spítali“, einhvers konar vistheimili fyrir aldraða og sjúka, verið stofnaður í Gaulverjabæ í Flóa. Tveir menn höfðu forgöngu um þessa stofnun: Árni Helgason, biskup í Skálholti 1304–1320, og Haukur Erlendsson, áhrifamaður í íslensku samfélagi og menningarlífi, sem þá hafði um hríð búið í Noregi og starfað þar sem lögmaður. Haukur hlaut frama á norskri grund; hann var konunglegur ráðgjafi Hákonar háleggs og var sleginn til riddara árið 1304 en af þeim sökum er hann jafnan titlaður „herra Haukur“ í annálum.

Handrit húsmanns - Húsmaður skrifar handrit

Í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn eru mörg íslensk handrit. Ýmsar ástæður eru fyrir því að þau rötuðu í bókhlöðu konungs en oft voru keypt handrit bókasafnara til safnsins. Meðal bókasafna sem bókhlaðan keypti var safn Abrahams Kalls (1743–1821) sagnfræðings, háskólabókavarðar og prófessors. Í safni hans eru hátt í 80 handrit sem eru tengd norrænu málsvæði; þau eru öll á pappír og langflest íslensk frá 18. öld.

Kjalnesinga saga - Kjalnesingar, Króka-Refur og Hrafnistumenn

AM 471 4to er lítið og hnellið handrit frá síðari hluta 15. aldar. Í því eru Íslendinga-sögurnar Þórðar saga hreðu, Króka-Refs saga og Kjalnesinga saga, sögurnar af Hrafnistumönnunum Katli hæng, Grími loðinkinna og Örvar-Oddi og riddarasagan Viktors saga og Blávus. Handritið er alls 108 blöð og hefur upphaflega verið hluti sama handrits og fremri hluti AM 489 4to sem er 26 blöð. Á fremri hluta 489 eru Bárðar saga Snæfellsáss og riddarasagan Kirjalax saga, en á aftari hlutanum, sem er úr öðru handriti, eru riddarasögur.  

Orðabókarhandrit Jóns úr Grunnavík; AM 433 fol.

Handritið sem hér er til umfjöllunar er handrit að íslenskri orðabók og var skrifað af Jóni Ólafssyni úr Grunnavík á árunum 1734 og fram undir það að hann lést 1779. Handritið var því aldrei í eigu Árna Magnússonar heldur varð hluti af safni hans eins og önnur handrit Jóns að honum látnum, stór og smá. Kveikjan að orðabók Jóns var áhugi Árna á að Íslendingar eignuðust góða orðabók þótt ekki lifði hann það né Jón sjálfur. Ævi Jóns var enginn dans á rósum en orðabókarhandritið er góður vitnisburður um elju hans og áhuga á íslensku máli.