Skip to main content

Handritapistlar

Veraldarsaga í klerkahandbók; AM 625 4to

„Moyses hét guðs dýrlingr í Gyðinga fólki sá er fyrst hóf þá þrifnaðar sýslu að rita helgar bækur um guðs stórmerki. Það eru fimm bækur er hann gerði en fyrsta frá upphafi heims framan til sinnar ævi en fjórar of þau tíðendi er urðu um hans daga. Þær eru undirstöður allra heilagra ritninga bæði í fornum <lögum> og nýjum.“

Rímtafla - Það er sunnudagsbókstafur

Páskar eru mestu hátíðisdagar kristinna manna og grundvöllur tímatals þeirra. Ólíkt jólum (25. desember) eru páskar ekki haldnir á fyrirfram ákveðnum mánaðardegi heldur fer dagsetning þeirra eftir afstöðu tungls og sólar. Þannig er páskadagur fyrsti sunnudagur eftir fullt tungl að loknum vorjafndægrum og getur orðið á bilinu 22. mars til 25. apríl. Páskar eru það sem eru kallaðir hræranleg hátíð og miðast aðrir hræranlegir hátíðisdagar við páskana, t.d. hvítasunna, uppstigningardagur og pálmasunnudagur.

Ormsbók - Hinn norræni goðsagnaheimur

Ormsbók – Codex Wormianus – eða AM 242 fol. sem rituð er um 1350, er merkilegt handrit vegna innihalds síns, sögu og varðveislu. Einn þeirra fáu íslensku miðaldahöfunda sem við vitum deili á er Snorri Sturluson (1179–1241). Það rit sem með öruggastri vissu er honum eignað er Edda, sem einnig er nefnd Snorra Edda – til aðgreiningar frá hinum höfundarlausu eddukvæðum sem áður gengu undir heitinu Sæmundar Edda.