Skip to main content

Hvað er orðfræði?

Talmálssafn

Orðfræði (enska lexicology) felur í sér málfræðirannsóknir þar sem orð og orðaforði eru í brennidepli. Orðfræðilegar rannsóknir beinast að formlegum og merkingarlegum einkennum orða og orðasambanda, notkun þeirra í setningarlegu og stílfræðilegu samhengi, innbyrðis venslum þeirra og sögulegri þróun. Einnig eru samsetning og þróun orðaforðans viðfangsefni rannsókna á þessu sviði. Orðfræði sameinar þannig ýmsar greinar málfræði — beygingar- og orðmyndunarfræði, merkingarfræði, setningafræði, stílfræði, málnotkunarfræði, félagsmálfræði og málsögu — og sækir aðferðir og hugtök til þessara greina eftir því sem viðfangsefnin krefjast hverju sinni.