Í Norræna húsinu 30. október verður þess minnst að 100 ár eru liðin frá stofnun fyrstu orðanefndar Verkfræðingafélags Íslands. Fundurinn er haldinn af Verkfræðingafélagi Íslands í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Nánar
Þær gjörðu lítinn ríks manns rétt, hjuggu af hönum höfuðið við hallarinnar stétt. Þar sem öðlingar fram ríða (Úr Ebbadætra kvæði)
Nánar
Hér má heyra Aron Val Gunnlaugsson lesa söguna. HÖRGHÓLS-MÓRI Maður er nefndur Jón og var Símonarson. Hann bjó að Hörghóli í Vesturhópi.
Nánar
Í Íslenskri nútímamálsorðabók er sögnin knésetja skilgreind á eftirfarandi hátt: „gera (e-n) óvirkan, yfirbuga (e-n)“. Skilgreiningar í orðabókinni er m.a. byggðar á notkunardæmum úr texta- og gagnasöfnum þar sem safnað hefur verið saman dæmum úr íslensku ritmáli, aðallega textum sem komið hafa út frá árinu 2000.
NánarBirna Lárusdóttir, fornleifafræðingur og sérfræðingur í rannsóknarstöðu Sigurðar Nordals á Árnastofnun, flytur erindi sem hún nefnir:„Land, land! Nýtt land undir fótum!“ — Örnefna- og ferðasaga úr Surtsey
NánarÓlafsþing, árleg ráðstefna Máls og sögu, verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 26. október nk. í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Formleg dagskrá stendur frá kl. 10–16.30, en að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. Ólafsþingið er haldið í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands.
Nánar