Skip to main content

Heiðarkolla

Örnefnið Heiðarkolla kemur fyrir í Bárðar sögu Snæfellsáss í vísu sem þar er lögð í munn Helgu Bárðardóttur. Snemma í sögunni segir frá því að dætur Bárðar, sem ólust upp á Laugarbrekku, og bræður tveir af Arnarstapa „lögðu saman leika sína á vetrinn á svellum við ár þær er þar eru og Barnaár heita“. Í hita leiksins fór svo að annar bræðranna hratt Helgu út á freðjaka sem síðan rak burt frá landi.

Fjalldalafífill pistill Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen

Pistillinn um fjalladalafífil er eftir Dóru Jakobsdóttur Guðjohnsen grasafræðing sem hefur unnið ómetanlegt starf í þágu íslenskrar tungu með því að taka saman íðorðasöfn á sínu fræðasviði,  þ.e. PlöntuheitiNytjaviði og Nöfn háplöntuætta. Þessi orðasöfn eru öll birt í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (idord.arnastofnun.is) og nýtast öllum þeim sem vinna á sviði grasafræði og ræktunar, við kennslu í náttúrufræðum, þýðendum o.fl.

„Öl er annar maður“ – málsháttur í nokkrum handritum Grettis sögu

Eitt af því sem helst vekur forvitni þeirra sem rannsaka texta í handritum er þegar vart verður við misritun eða tilbrigði í texta sem skrifaður er upp úr einu handriti í annað. Sú hugmynd sótti á höfund þessa pistils að hugsanlega hefði slíkt getað átt sér stað þar sem hin fleygu orð úr Grettis sögu „öl er annar maður“ kemur fyrir vegna þess að til er annar og þekktari málsháttur sem hefur svipað yfirbragð, þótt merkingin sé önnur: „öl er innri maður“. Einungis skeikar örfáum dráttum í bókstöfunum sem mynda setningarnar.

Kristinréttur Árna og neðanmálsgreinar frá miðöldum – AM 49 8vo

AM 49 8vo er elsta varðveitta handritið af Kristinrétti Árna Þorlákssonar, hinum „nýja“ kristinrétti sem skrifaður var fyrir Ísland og samþykktur á Alþingi 1275. Árni Þorláksson biskup (d. 1298) samdi lögin í samvinnu við Jón rauða, erkibiskup í Niðarósi, líklega þegar hann var í Noregi veturinn 1274. Kristinréttur Árna tók við af hinum kristinna lagaþætti Grágásar, sem hafði verið lögtekinn á tímabilinu 1122 og 1133, þótt elsta handrit hans sé mun yngra.

Reyfi hrútsins og kynlífskápan

Í hinu vel þekkta íslenska ævintýri Sagan af Mjaðveigu Mánadóttur sem heyrir til alþjóðlegu ævintýragerðarinnar ATU 510: Öskubusku er að finna áhugaverða vísu sem margir Íslendingar kannast við. Þar er sagt um leyniskemmu Mjaðveigar: