Í íslensku eru orðin skúr í merkingunni ‘(stutt) rigningardemba’ og skúr í merkingunni ‘(lítil og einföld) bygging’ samhljóma sem kallað er – þau eru borin eins fram og hafa sömu ritmynd en gjörólíka merkingu.
Þetta forvitnilega örnefni er að finna í landi Snartartungu í Bitrufirði í Strandasýslu. Hagga-örnefni eru kennd við Högg í fleirtölu og er því um óvenjulega beygingu að ræða.
Fyrir 69 árum var efnt til óvenjulegrar samkeppni hér á landi. Fyrir henni stóð Samband íslenskra samvinnufélaga. Þar var almenningi gefinn kostur á leggja til orð, eða mæla með orði, sem hafa mætti um ákveðna nýjung í verslunarháttum hjá Sambandinu: sjálfsafgreiðslubúðir.
Tímarnir breytast og orðin í tungumálinu endurspegla það. Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) fær reglulega uppfærslur sem felast meðal annars í því að bæta við nýjum orðum.
Orðaforði lifandi mála breytist með tímanum og það á sannarlega við um íslensku, þá tungu sem hefur verið töluð hér óslitið frá landnámi. Sífellt verða til ný orð og önnur hverfa. Í þessum pistli eru tilgreind nokkur dæmi um orð sem ekki eru lengur notuð í málinu.
Framandorð eru þau aðkomuorð í íslensku stundum kölluð sem hafa ekki aðlagast íslensku málkerfi að fullu. Dæmi um framandorð eru „brownies“ og „leggings“. Við fyrstu sýn gætu orðin virst hafa aðlagast íslensku beygingarkerfi lítt eða ekki. Framandorð eiga það hins vegar til að leyna talsvert á sér.