Skip to main content

Viðburðir

Opinn fyrirlestur um forn kínversk handrit og skjalfræði í Kína

English below

Opinn fyrirlestur um forn kínversk handrit og skjalfræði í Kína

Jón Egill Eyþórsson
Jón Egill Eyþórsson

Jón Egill Eyþórsson er sjálfstætt starfandi fræðimaður á sviði austur-asískra fræða. Hann er með BA-próf í kínverskum fræðum frá Shinshu-háskóla í Japan (1996), meistarapróf í kínverskri skjalfræði (philology 文獻學) frá Zhejiang-háskóla í Kína (2006) og er í doktorsnámi í heimspeki við Stofnun kóreskra fræða í Suður-Kóreu.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um heim fornra kínverskra handrita og veitt verður innsýn í kínverska skjalfræði. Kínverjar hafa í gegnum langa og ríka sögu sína verið mjög afkastamiklir rithöfundar sem fjölluðu oft um afar fjölbreytt efni í handritum sínum. Í þessum fyrirlestri verður nokkuð ítarlega fjallað um hefð klassískrar textafræði í Kína og eftir því sem tími leyfir verða kynnt dæmi um hin fornu handrit sem fundist hafa allt fram til þessa dags við fornleifarannsóknir þar í landi.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og verður haldinn á ensku.

 

Open lecture about ancient Chinese manuscripts and archival studies

Jón Egill Eyþórsson is an independent scholar in the field of East Asian Studies. He holds a BA degree in Chinese Studies from Shinshu University in Japan (1996), a master’s degree in Chinese philology (textual studies, 文獻學) from Zhejiang University in China (2006), and is a doctoral student in philosophy at the Academy of Korean Studies in South Korea.

This open lecture aims to provide an insight into the world of ancient Chinese manuscripts and archival studies. China is one of the world's oldest civilizations, and its long history largely goes hand in hand with one of the world’s oldest written languages.

Throughout their long history, the Chinese have been prolific writers on many diverse subjects. This tradition of Classical Chinese Philology will be discussed in some detail, and, as time allows, examples of manuscripts uncovered in archaeological excavations will be introduced.

The lecture is open to all and will be held in English.

Viðburður á Facebook

2026-01-22T15:00:00 - 2026-01-22T16:00:00