Nafnaþing Nafnfræðifélagsins: Örnefni á vettvangi
Edda
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Nafnaþing Nafnfræðifélagsins verður haldið í fyrirlestrasal Eddu 19. október kl. 13.00–16.30. Að þessu sinni er yfirskrift þingsins Örnefni á vettvangi.
Nafnfræðifélagið var stofnað árið 2000 og hefur þann tilgang að efla þekkingu á nafnfræði og stuðla að rannsóknum á nöfnum af ýmsu tagi.
Dagskrá
13.00 Þingið sett
13.05 Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson. Álagablettir og örnefnaskrár
13.35 Bjarki Bjarnason. Goðaland og Gunnarshólmi: Um örnefni á Njáluslóðum
14.05 Guðbjörg Vilhjálmsdóttir og Torfi H. Tulinius. Að eltast við örnefni: Gengið á öll Búrfell landsins
14.35 Kaffihlé
15.00 Sigurður Ægisson. Völvuleiði á Íslandi
15.30 Ómar Valur Jónasson. Minjavísir: Örnefni sem vísbending um minjar
16.00 Emily Lethbridge. Bókmenntir í felti: Á slóðum Þorgerðar brákar í Borgarnesi
16.30 Þinglok
Útgáfuhóf: „Hvað verður fegra fundið?“
Hallgrímskirkja
Hallgrímstorgi 1
Reykjavík 101
Ísland
Í tilefni af útkomu bókarinnar „Hvað verður fegra fundið?“ sem er tvímálaútgáfa á 50 textum úr verkum Hallgríms Péturssonar á ensku og íslensku verður haldið útgáfuhóf í Hallgrímskirkju 25. október. Bókin kemur út í tilefni af 350 ára ártíð skáldsins en Hallgrímur lést 27. október 1674.
Textana völdu Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Margrét Eggertsdóttir, sem einnig er ritstjóri útgáfunnar.
Tónleikar og erindi um Hallgrím Pétursson
Neskirkja
Hagatorgi
Reykjavík 107
Ísland
Neskirkja minnist Hallgríms Péturssonar á 350 ára ártíð hans. Miðvikudaginn 30. október verða einsöngstónleikar í Neskirkju þar sem sungnir verða textar Hallgríms Péturssonar við tónlist eftir Tryggva M. Baldvinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Þórarinn Guðmundsson og Jón Leifs.
Einnig verða frumflutt þrjú einsöngslög við texta Hallgríms eftir Steingrím Þórhallsson. Að tónleikum loknum mun Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, flytja erindi um veraldlega texta sálmaskáldsins.
Ársfundur Nordiskt forum för folkmusikforskning och -dokumentation
Árlegur fundur Nordiskt forum för folkmusikforskning och -dokumentation verður haldinn á Íslandi 20. og 21. nóvember 2024.
NoFF er samstarfsnet norrænna þjóðlagafræðinga sem tengjast þjóðfræðisöfnum. Fundir eru haldnir árlega, til skiptis í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Tengiliður á Íslandi er Rósa Þorsteinsdóttir.
Umsóknarfrestur um styrk til BA-náms í íslensku sem öðru máli
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast umsýslu með styrkjum menningar- og viðskiptaráðuneytis til erlendra stúdenta til að stunda íslenskunám við Háskóla Íslands.
Árlega eru veittir um það bil tólf styrkir til BA-náms í íslensku sem öðru máli. Nemendur verða að hafa lokið a.m.k. einu námsári á háskólastigi.
Umsóknarfrestur er til 1. desember. Sjá nánari upplýsingar um styrkinn og skráningarblað á ensku.
Umsóknarfrestur um styrki Snorra Sturlusonar
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast styrki Snorra Sturlusonar. Styrkirnir eru veittir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum (ekki háskólastúdentum) á sviði hugvísinda til að dveljast á Íslandi í þrjá mánuði hið minnsta í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi.
Styrkirnir miðast að öllu jöfnu við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega til og frá Íslandi og dvalarkostnaði innanlands. Af tveimur jafnhæfum umsækjendum skal að jafnaði sá hljóta styrk sem er frá Austur- og Suður-Evrópu, Asíu, Afríku, Rómönsku Ameríku eða Eyjaálfu.
Umsóknarfrestur er til 1. desember. Sjá nánar um styrkinn og skráningarblað á upplýsingasíðu.