Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur verið ráðin sýningarstjóri fullveldissýningarinnar sem opnuð verður í Listasafni Íslands um miðjan júlí 2018.
Sigrún var ein 19 umsækjenda um tímabundið starf í fjóra mánuði. Verkefnisstjórn um sýninguna (skipuð forstöðumönnum Árnastofnunar, Þjóðskjalasafns og Listasafns Íslands) fór yfir umsóknirnar.