Skip to main content

Fréttir

Íslensk handritaskrifarastofa í Óðinsvéum

Þegar vetrarfrí eru í skólum þá gefst tækifæri til að kynna ýmsa menningarkima fyrir börnum og fjölskyldum þeirra.

Í Nordatlantisk Hus í Óðinsvéum var sett upp skrifarastofa í stíl við starfsstöðvar miðaldaskrifara í tengslum við sýninguna á Íslensku teiknibókinni sem stendur til 5. mars. 

Tímaritið Orð og tunga komið út

20. hefti tímaritsins Orð og tunga (2018), 20. hefti, í ritstjórn Ara Páls Kristinssonar er komið út og það bæði á prenti og í rafrænni útgáfu á vefnum Tímarit.is. 

Orð ársins 2017 er...

Fimmtudaginn 4. janúar var kunngert, við hátíðlega athöfn í húsakynnum Ríkisútvarpsins, hvert væri orð ársins 2017. Þetta er í þriðja sinn sem orð ársins er valið af almenningi en að kjörinu standa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, nemendafélagið Mímir auk RÚV.

Ráðstefna um annarsmálsfræði

Ráðstefnuboð

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Rannsóknarstofa í máltileinkun (RÍM) gangast fyrir ráðstefnu um rannsóknir á sviðum annarsmálsfræða, tvítyngis, tileinkunar máls og menningar, menningarmiðlunar og kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli í Norræna húsinu 25. maí 2018. Ráðstefnan er haldin í tengslum við ársfund íslenskukennara við erlenda háskóla dagana 25.–26. maí.

Sýningarstjóri fullveldissýningar ráðinn

Sigrún Alba Sigurðardóttir hefur verið ráðin sýningarstjóri fullveldissýningarinnar sem opnuð verður í Listasafni Íslands um miðjan júlí 2018.

Sigrún var ein 19 umsækjenda um tímabundið starf í fjóra mánuði. Verkefnisstjórn um sýninguna (skipuð forstöðumönnum Árnastofnunar, Þjóðskjalasafns og Listasafns Íslands) fór yfir umsóknirnar. 

Orð ársins valið í þriðja sinn
Um þessar mundir er verið að kjósa orð ársins 2017. Það eru RÚV, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, sem gangast fyrir kosningunni. Mögulegt er að fletta upp öllum tilnefndum orðum á vefgáttinni málið.is. Tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar um orð ársins á þrettándanum 2018.