Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir árlega nokkra erlenda afburðanemendur til náms í íslensku sem öðru máli. Alþjóðasvið Árnastofnunar heldur utan um þessa styrkþega frá umsókn að útskrift. Að þessu sinni voru níu styrkþegar sem hófu nám í haust frá jafnmörgum löndum (Litháen, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Póllandi, Tékklandi, Rússlandi, Slóvakíu og Bandaríkjunum). Sex nemendur fengu framhaldsstyrk til áframhaldandi náms. Alls eru hér fimmtán nemendur frá 11 löndum.