Skip to main content

Fréttir

Blaðagrein eftir Guðrúnu Nordal

Orð um orð.

Af umræðu sem birst hefur á vef- og prentmiðlum undanfarna daga má skilja að öll gögn sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) býr yfir séu lokuð almenningi. Þetta er ekki rétt. Yfirlýst stefna SÁM er að aðgangur að gögnum stofnunarinnar sé almennt opin. Undanfarin ár hefur aðgengi að ýmsum gögnum stofnunarinnar verið bætt og gagnapökkum frá stofnuninni dreift, m.a. á Málföng.is, með eins opnum notkunarleyfum og kostur er.