Skip to main content

Fréttir

FÍF: Steinar Matthíasson: Íslenskar alþýðusögur um 1860

Félag íslenskra fræða
Rannsóknarkvöld fimmtudaginn 26. mars 2015, kl. 20
Hljóðbergi í Hannesarholti, Grundarstíg 10, gengið inn frá Skálholtsstíg

Á öðru rannsóknarkvöldi FÍF að vori flytur Steinar Matthíasson erindið: Íslenskar alþýðusögur um 1860: Söfnun Maurers. Athugið að rannsóknarkvöldið er að þessu sinni á fimmtudegi.

Vandinn við minnið

Írsk-íslenska rannsóknanetið í minnisfræðum heldur samhliða Hugvísindaþingi málþing undir yfirskriftinni Vandinn við minnið (The Trouble with Memory).

Þingið stendur í tvo daga í hátíðasal Háskóla Íslands og hefst með skráningu kl. 8.30 föstudaginn 13. mars. Emily Lethbridge, Gísli Sigurðsson og Úlfar Bragason fræðimenn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru á meðal fjölmargra fyrirlesara.