Málþing í minningu Óskars Halldórssonar 27. október
Miðvikudaginn 27. október verður þess minnst að öld er liðin frá fæðingu Óskars Halldórssonar.
NánarMiðvikudaginn 27. október verður þess minnst að öld er liðin frá fæðingu Óskars Halldórssonar.
Nánar
Í íslensku eru að minnsta kosti þrjú lýsingarorð sem notuð eru til að lýsa þeim sem þarfnast matar. Algengast þeirra er líklega lýsingarorðið svangur en auk þess eru gjarnan notuð orðin hungraður og soltinn. Öll þessi orð eru þekkt úr fornmálinu en í nútímamáli koma tvö þau síðarnefndu þó sjaldnar fyrir ein og sér.
Nánar
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast umsýslu með styrkjum mennta- og menningarmálaráðuneytis til erlendra stúdenta til íslenskunáms við Háskóla Íslands. Stofnuninni bárust alls 30 umsóknir um styrkina fyrir skólaárið 2021–2022 og voru veittir 14 styrkir til nemenda frá 11 löndum.
Nánar
Árlegur fundur íslenskukennara við háskóla erlendis var haldinn 20.–21. júlí í Norræna húsinu í Reykjavík. Rætt var m.a. um hvernig tekist hefur til við að kenna íslensku á tímum COVID-19-faraldursins. Einnig var rætt um framhald íslenskukennslu í háskólum erlendis og ársskýrsla 2020−2021 var kynnt.
NánarRáðstefnan NORDAND 15 verður haldin 24.−26. maí 2022 í Veröld – húsi Vigdísar. Ráðstefnan er haldin í samvinnu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskóla Íslands.
Nánar
Starfsmenn og verkefni á vegum Árnastofnunar hlutu nýverið styrki úr Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur. Branislav Bédi, verkefnisstjóri á Árnastofnun, hlaut framhaldsstyrk til að vinna við gerð íslensk-þýskrar veforðabókar. Orðabókin er unnin í samstarfi við Háskólann í Vínarborg og verður öllum aðgengileg á vefnum án endurgjalds.
Nánar
Rane Willerslev, forstöðumaður danska þjóðminjasafnsins, heimsótti Árnastofnun á dögunum í tengslum við upptökur á dönsku heimildarmyndinni Togtet.
Nánar