Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Ríp

Birtist upphaflega í ágúst 2009.

Ríp kvk.er bær og kirkjustaður í Hegranesi í Skag. sem fyrir kemur í Íslendinga sögu í Sturlungu (I:514). Það er og til sem örnefni í Fljótum í Skag. Merkingin er ‚klettur, klettasnös‘. Orðið kemur fyrir í kvæðinu Rekstefju eftir Hallar-Stein (12. öld): „raðvandr hilmir rendi/ríp i bratta gnípu“ (28) (SkjA I:550) og merkir líklega ‚mjór fjallshryggur‘. Í nýnorsku merkir rip ‚borðstokkur‘.