Skip to main content

Rjúpnafell

Birtist upphaflega í nóvember 2002.

A.m.k.17 fell á landinu bera nafnið Rjúpnafell:

1-2) Eystra- og Vestra Rjúpnafell (838 m) á Flóamannaafrétti (Vesturleit) í Árn.
3) Milli Högnhöfða og Kálfstinda í Biskupstungum í Árn. (460 m).
4) Norðan Geldingafells, upp af bænum Giljalandi í Haukadal í Dal. (763 m), á sýslumörkum Dal. og Strand.
5) Á Reykjanesfjalli á Reykjanesi í A-Barð. (487 m).
6) Norðan við Gaflfellsheiði, vestan Heydals, á sýslumörkum Dal og Strand. (670 m).
7) Á Kili, sa. af Hveravöllum í A-Hún. (858 m).
8) Milli Vatnsdals og Svínadals í A-Hún.
9) Milli Hauksstaða og Fremrihlíðar í Vesturárdal í Vopnafirði í N-Múl. (450 m).
10) Í landi Hrafnabjarga í Útmannasveit í N-Múl.
11-12) Innra- og Ytra-Rjúpnafell, tveir hamrahnúkar í landi Hjálmárstrandar í S-Múl., sunnan Loðmundarfjarðar.
13) Í Dalakálki í Mjóafirði í S-Múl.
14) Í landi Herjólfsstaða í Álftaveri í V-Skaft., norð-norðvestur frá Loðinsvíkum (342 m).
15) Í landi Eystri-Skóga undir Eyjafjöllum í Rang.
16) Í Þórsmörk í Rang. (819 m).
17) Í Skaratungum við Steinsholtslón í Rang. (498 m). = Skari.

Birt þann 20.06.2018