Ævintýri eru oft til í mörgum mismunandi tilbrigðum líkt og Kristín Anna Hermannsdóttir skrifaði um í þjóðfræðipistlinum „Upprunaligast og fornligast“ sem birtist hér á vef Árnastofnunar í fyrra. Meðal þeirra sem varðveist hafa í fleiri en einu tilbrigði er Sagan af Hlina kóngssyni. Áður en ég kynntist því ævintýri var ég vön ævintýrum þar sem kvenhetjurnar voru iðnar, fallegar og hjartahreinar en karlhetjurnar voru hugrakkar, klókar, fyndnar og traustar.