Skip to main content

Þjóðfræðipistlar

Sagan af bjargvætti Hlina kóngssonar

Ævintýri eru oft til í mörgum mismunandi tilbrigðum líkt og Kristín Anna Hermannsdóttir skrifaði um í þjóðfræðipistlinum „Upprunaligast og fornligast“ sem birtist hér á vef Árnastofnunar í fyrra. Meðal þeirra sem varðveist hafa í fleiri en einu tilbrigði er Sagan af Hlina kóngssyni. Áður en ég kynntist því ævintýri var ég vön ævintýrum þar sem kvenhetjurnar voru iðnar, fallegar og hjartahreinar en karlhetjurnar voru hugrakkar, klókar, fyndnar og traustar.

„Upprunaligast og fornligast“

Seint á 19. öld þegar Jón Árnason safnaði þjóðsögum og ævintýrum til útgáfu voru honum sendar uppskriftir af sögum víðs vegar að af landinu og fékk hann gjarnan mörg tilbrigði við sömu sögu frá mismunandi söfnurum. Jón skrifaðist mikið á við safnarana og í bréfunum var oft rætt um sögurnar og mismunandi útgáfur þeirra.

Sögustaðir tveggja sagnamanna í Sagnagrunni

Sagnagrunnur er gagnagrunnur yfir flestar íslenskar sagnir sem birst hafa á prenti. Í grunninum eru skráðar upplýsingar um rúmlega 10 þúsund sagnir úr 21 þjóðsagnasafni. Auk útdráttar og upplýsinga um í hvaða riti sögnin er prentuð má þarna finna lista yfir staði sem minnst er á í sögnunum ásamt upplýsingum um heimildarmenn og safnara og heimili þeirra. Viðmót grunnsins hefur ýmsa leitarmöguleika og býður meðal annars upp á birtingu á landfræðilegri dreifingu sögustaða og heimila.

Reyfi hrútsins og kynlífskápan

Í hinu vel þekkta íslenska ævintýri Sagan af Mjaðveigu Mánadóttur sem heyrir til alþjóðlegu ævintýragerðarinnar ATU 510: Öskubusku er að finna áhugaverða vísu sem margir Íslendingar kannast við. Þar er sagt um leyniskemmu Mjaðveigar: