Skip to main content

Fréttir

Laus staða: bókasafns- og upplýsingafræðingur

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum óskar eftir að ráða bókasafns- og upplýsingafræðing í fullt starf á bókasafn stofnunarinnar. 
Safnið er sérfræði- og rannsóknarbókasafn á sviði íslenskra fræða og er einkum ætlað sérfræðingum stofnunarinnar, kennurum í íslenskum fræðum, doktorsnemum og rannsakendum á fræðasviðinu. 

Myndband. Flateyjarbók: forn og ný

 

Málþingið Flateyjarbók: forn og ný var haldið 10. febrúar 2023.

 

Dagskrá

0:00:00 Johnny Finnssøn Lindholm orðabókarritstjóri: "The noblest treasure of northern literature". A tour through the history of Flateyjarbók in Denmark

0:21:30 Vasarė Rastonis forvörður: Flateyjarbók at present

0:49:22 Ketill Guðfinnsson trésmiður: Um þátt trételgju af Hornströndum í viðgerð Flateyjarbókar

Hópur af ungu fólki með fjöll í baksýn
Heimsókn nemenda frá Humboldt-háskóla í Berlín

Þrettán nemendur í norrænum fræðum og íslensku við Humboldt-háskóla í Berlín heimsóttu Árnastofnun á dögunum. Ferð þeirra til Íslands var farin í tengslum við námskeið í hlaðvarpsgerð þar sem áhersla er lögð á talþjálfun, framburð og einkenni talmáls. Í námskeiðinu hafa nemendurnir unnið nokkur hlaðvörp í hópum um ólík efni sem tengjast Íslandi og íslenskri menningu.

Tvær talblöðrur
Samtalsorðabók – ný orðabók sem varpar ljósi á íslenskt talmál

Út er komin veforðabókin Samtalsorðabók sem er tilraunaverkefni á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Tilgangur verkefnisins er að setja munnleg samskipti í öndvegi og sýna talmáli þá athygli sem það á skilið. Orðabókin lýsir raunverulegri notkun í nútímaíslensku og því er ekki gert upp á milli gamalgróinna og viðurkenndra orða og nýjunga sem einkum koma fyrir í mjög óformlegu máli ungs fólks. 

Vinna hafin við nýja íslensk-pólska orðabók

Hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er hafin vinna við nýja íslensk-pólska veforðabók. Orðabókin er tíunda tvímála orðabók Árnastofnunar og er byggð á ISLEX- verkefninu og fleiri orðabókarverkum sem unnið hefur verið að á stofnuninni undanfarin 15 ár. Verkefnið fékk fjárveitingu frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og stefnt er að því að opna fyrstu útgáfu orðabókarinnar með tuttugu þúsund uppflettiorðum í lok þessa árs.

Sérfræðingur á skrifstofu fjármála

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu fjármála, tímabundið til eins árs. Fram undan eru miklar breytingar hjá stofnuninni og leitum við að öflugum aðila sem er tilbúinn að taka þátt í breytingaferlinu með okkur. Í boði er áhugavert, krefjandi og fjölbreytt starf á líflegum vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð